Print Options:
Skittles popp

Magn1 skammtur

Litríkt og sætt popp sem gleður.

 1 pakki Orville popp
 1 poki Skittles
 4 tsk smjör
 4 tsk sykur
 vatn
 Rauður og grænn matarlitur eftir smekk
1

1 pakki Orville popp sett í örbylgju

2

Byrjum á að bræða saman 4 tsk smjör, 4 tsk sykur og smá vatn á lágum hita

3

Svo er Skittles bætt út í, mælt er með að nota eitt bragð (lit) í einu

4

Hrært saman á lágum hita þar til skittlesið hefur bráðnað (gæti þurft að kremja Skittlesið til þess að það nái að bráðna almennilega)

5

Matarlit bætt við fyrir skærari lit, ef þess óskast

6

Blöndunni hellt yfir poppið og blandað saman þar til allt poppið er þakið

7

Látið kólna þar til Skittlesið hefur harnað aðeins