Brauðtertur eru algjör nostalgía og ég skil ekki af hverju ég geri ekki slíkar oftar! Þegar maður rúllar upp brauðtertubrauði með salati verður hún lítil og viðráðanleg og auðvelt að skera í sneiðar

Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Pískið majónes og sýrðan rjóma saman, kryddið eftir smekk.
Skerið eggin saman við í litla bita, stappið aspasinn og skerið skinkuna smátt niður, blandið saman við majónesblönduna.
Smyrjið inn í rúllutertubrauðið og rúllið upp, skreytið.
Pískið majónes og sýrðan rjóma saman, smyrjið jafnt utan á alla rúllutertuna.
Raðið silkiskorinni skinku yfir toppinn og aðeins niður á hliðarnar.
Fyllið upp í hliðar og enda með sprettum (mætti líka vera klettasalat, spínat eða álíka)
Skreytið með graslauk, blæjuberjum og skerið agúrku ílangt með ostaskera til að raða ofan á.