Skelfiskssúpa

  , ,   

maí 23, 2017

Einföld og bragðgóð skelfiskssúpa.

Hráefni

1 msk Filippo Berio ólívuolía

1 stk laukur

2 hvítlauksrif

2 tsk Hunt‘s tómatpaste

1/2 L vatn

2-3 msk fljótandi humarkraftur frá Oscar

1/2 L rjómi

TABASCO® sósa eftir smekk

100 gr Philadelphia rjómaostur

1 msk sítrónusafi

300 gr Humar frá Sælkerafisk

300 gr Tígrisrækjur frá Sælkerafisk

300 gr Lítil hörpuskel frá Sælkerafisk

Leiðbeiningar

1Skaxið laukinn smátt, hitið pott með ólífolíunni, bætið söxuðum lauk út í ásamt rifnum hvítlauk og tómat paste, bætið vanti og humarkrafti við, látið malla í sirka 5 mínútur.

2Bætið rjómanum og rjómaosti saman við og látið sjóða í 5 mínútur, smakkið til með TABASCO®, sítrónusafa, salti og pipar.

3Bætið skelfisknum útí í lokinn og látið malla í nokkrar mínútur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffengar og fljótlegar fiskibollur

Sælkera fiskibollur með TUC kexi og mangósósu.

Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.

Einfaldi laxinn sem matvandir elska

Grillaður lax með asísku ívafi.