Print Options:

Skelfiskssúpa með hörpuskel, rækjum og kryddjurtaolíu

Magn1 skammtur

Ljómandi góð sjávarréttasúpa.

 1 lítri skelfiskssoð
 1/2 dós kókosrjómi
 200 ml rjómi
 1 laukur - smátt skorinn
 1 gulrót - smátt skorin
 1 stilkur sellerí - smátt skorið
 3 hvítlauksrif - smátt skorin
 1 tsk sítrónugrasmauk
 3 msk eplaedik
 120 g færeysk hörpuskel
 120 g rækjur
 100 ml repjuolía með basil
 50 g ferskar kryddjurtir (steinselja, dill)
1

Svitið lauk, gulrót, sellerí, hvítlauk og sítrónugrasmauk í víðum potti.

2

Hellið eplaediki út á og látið sjóða niður.

3

Hellið skelfiskssoði, kókosrjóma og rjóma út í pottinn og látið malla við vægan hita í 40 mínútur. Smakkið til með salti og eplaediki.

4

Setjið repjuolíu og kryddjurtir saman í matvinnsluvél og maukið í 2 mínútur.

5

Hitið skelfiskinn upp í súpunni og berið hana fram rjúkandi heita.

Nutrition Facts

0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki

Serving size