Skelfiskssúpa með hörpuskel, rækjum og kryddjurtaolíu

  ,

desember 7, 2015

Ljómandi góð sjávarréttasúpa.

Hráefni

1 lítri skelfiskssoð

1/2 dós kókosrjómi (deSIAM coconut cream)

200 ml rjómi

1 laukur - smátt skorinn

1 gulrót - smátt skorin

1 stilkur sellerí - smátt skorið

3 hvítlauksrif - smátt skorin

1 tsk sítrónugrasmauk (deSIAM lemongras paste)

3 msk eplaedik

120 g færeysk hörpuskel (Sælkerafiskur)

120 g rækjur (Sælkerafiskur)

100 ml repjuolía með basil

50 g ferskar kryddjurtir (steinselja, dill)

Leiðbeiningar

1Svitið lauk, gulrót, sellerí, hvítlauk og sítrónugrasmauk í víðum potti.

2Hellið eplaediki út á og látið sjóða niður.

3Hellið skelfiskssoði, kókosrjóma og rjóma út í pottinn og látið malla við vægan hita í 40 mínútur. Smakkið til með salti og eplaediki.

4Setjið repjuolíu og kryddjurtir saman í matvinnsluvél og maukið í 2 mínútur.

5Hitið skelfiskinn upp í súpunni og berið hana fram rjúkandi heita.

Uppskrift frá Ólafi Ágústssyni úr Sælkerafiskur allt árið.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kókos fiskisúpa

Einföld, fljótleg og bragðgóð súpa full af sjávarfangi.

Humarpasta frá Himnaríki

Er hægt að biðja um eitthvað meira en sveppi, beikon, hvítlauk, humar og svo allt löðrandi í parmesan rjómasoði ?

Rækjudumplings með eggjanúðlum og sataysósu

Núðlur með steiktum rækju dumplings.