Skalle perukaka

  ,   

október 1, 2019

Perukaka með æðislegu hindberja/lakkrís súkkulaðikremi.

Hráefni

Svampbotn:

4 stk egg

140 g sykur

60 g hveiti

40 g kartöflumjöl

½ tsk salt

Krem:

5 eggjarauður

5 msk flórsykur

5 stk Bubs Chokskalle Hindber/lakkrís

Fylling:

½ L léttþeyttur rjómi

1 dós niðursoðnar perur, skornar í litla bita

Leiðbeiningar

Svampbotn:

1Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er létt og ljós. Sigtið þurrefnin og blandið varlega saman við.

2Bakið í 2 formum við 200°C í 10 mínútur.

Krem:

1Þeytið egg og flórsykur, bræðið súkkulaðið og blandið saman.

2Kælið kremið áður en það er sett á kökuna.

Skreyting:

1Skreytið með Bubs Chokskalle súkkulaði.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Epla & bláberja crumble með kókos súkkulaði

Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara.

Litlar Toblerone Pavlovur

Pavlovurnar eru svo toppaðar með rjóma, brómberjum, bláberjum, ástríðu ávexti og söxuðu Toblerone.

Súkkulaði bollakökur

Sælkerabollakökur sem allir geta gert.