Print Options:








Sjávarrétta Risotto

Magn1 skammtur

Matarmikið Sjávarrétta Risotto með fersku kryddjurtasalati.

Risotto
 2 stk sharlotte laukur
 1 rif hvítlaukur
 1 bolli Risottogrjón
 2 bolli skelfisksoð
 150 ml. rjómi
 1 msk humar kraftur
 50 gr. rifin Parmesanostur
 1 dl hvítvín
 50 gr. smjör
 olía
 80 gr. Humar
 80 gr. Tígrisrækja
 80 gr. Hörpuskel
 Salt, svartur pipar og steinselja er notað efti smekk.
Kryddjurtasalat
 1.stk basil
 1.stk kóriander
 1.stk minta
 1.stk chili
 1.stk vorlauk
Risotto lota 1
1

Saxið sharlotte lauk og hvítlauk

2

Hreinsið og skolið skelfisk

3

Hitið eina msk. af olíu í potti. Setjið lauk og hvítlauk út í og bætið grjónum í pottinn.

4

Látið krauma í olíu þar til grjónin verða glær.

5

1 dl. hvítvíni bætt í og látið sjóða vel í áður en skelfisksoð og humarkrafti er bætt í.

6

Grjónin eru soðin við lágan hita í ca. 20-30 mín. og passið að nægur vökvi sé á grjónunum allann tímann.

Risotto lota 2
7

Sjóðið rjóma niður og rjómaosti bætt út í.

8

Gjónum bætt við rjómann ásamt skelfiski og kryddið með salti og pipar.

9

Parmesanosti bætt út í ásamt steinselju.

10

Skelfiskur er steiktur upp úr smjöri og kryddað með salti og pipar.

Kryddjurtasalat
11

Kryddjurtir hreinsaðar frá stilk og saxaðar

12

Chili skorið í sneiðar

13

Vorlaukur skorið í fínar sneiðar

14

Þessu er öllu blandað saman