Hér koma sykurlausar og sumarlegar sítrónu og bláberja muffins. Fullkomnar í nestisboxið á leikjanámskeiðið eða bara með kaffinu.

Uppskrift
Hráefni
2 bollar hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk himalayasalt
1,5 tsk vanilluduft (ég nota lífrænt frá Rapunzel en dropar virka líka)
1/2 bolli hrein Oatly jógurt
1/4 bolli lífræn kaldpressuð kókosolía
1 lífræn sítróna (bæði börkur og safi)
3 þroskaðir bananar
125 gr bláber
Leiðbeiningar
1
Stillið ofninn á 175°C og blástur.
2
Blandið öllum þurrefnum saman í skál.
3
Bræðið kókosolíuna í heitu vatnbaði ef hún er ekki á fljótandi formi og bætið útí ásamt jógúrtinni, safanum af sítrónunni ásamt rifnum berkinum og stöppuðum bönununum og blandið vel.
4
Að lokum er bláberjunum bætt útí.
5
Loks er deiginu komið fyrir í muffinsform og bakað í 15 mínútur.
6
Ótrúlega gott að hafa smá Oatly þeytirjóma með fyrir fínni tilefni.
Uppskrift eftir Hildi Ómars
MatreiðslaBakstur, Brunch, Eftirréttir, Morgunmatur, VeganTegundÍslenskt
Hráefni
2 bollar hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk himalayasalt
1,5 tsk vanilluduft (ég nota lífrænt frá Rapunzel en dropar virka líka)
1/2 bolli hrein Oatly jógurt
1/4 bolli lífræn kaldpressuð kókosolía
1 lífræn sítróna (bæði börkur og safi)
3 þroskaðir bananar
125 gr bláber