Print Options:








Silungur með spínati og kókosmjólk

Magn1 skammturTími í undirbúning10 minsTími í eldun30 minsTotal Time40 mins

Fljótlegur og góður réttur sem stendur fyrir sínu.

Fyrir 4
 7-800 g silungur
 1 sæt kartafla, léttsoðin og skorin litla í teninga
 1/2 poki ferskt spínat
 1/2 dós kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon
 1 tsk rautt karrímauk, t.d. red curry paste frá Blue dragon
 1 msk fiskisósa, t.d. fish sauce frá Blue dragon
 safi af 1/2 límónu
 1 msk agave sýróp
 salt og pipar
1

Smyrjið ofnfast mót með olíu. Látið spínat í botninn á mótinu og silunginn ofan á það. Dreifið sætu kartöflunni yfir allt og saltið og piprið.

2

Blandið saman kókosmjólk, karrímauki, fiskisósu, límónusafa og agave sýrópi og hellið yfir réttinn. Eldið við 200°C í 30 mínútur.