Jarðarberjaís er einn af mínum uppáhalds en undanfarið hefur mér fundist erfitt að finna góðan jarðarberjaís og hvað þá í vegan útgáfu. Þessi ís er mjög auðveldur í gerð og hentar jafn vel í ísform sem og skálar. Ég nota jarðarberjadropa til þess að ýkja jarðarberjabragðið en þess þarf ekki frekar en þið viljið. Persónulega finnst mér ég ekki þurfa íssósu en gott ískex og fersk jarðarber eru ljómandi góð með ísnum. Oatly VISP þeytirjóminn hentar mjög vel í ísgerð og það er engin þörf á því að bæta einhverju öðru en bragðefnum, súkkulaði eða ávöxtum t.d. Hann hentar líka flestum þar sem hann er vegan og fer vel í litla maga.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið jarðarberin í bita og setjið í skál, stráið yfir hrásykri og hlynsírópi og dreifið sítrónusafanum yfir. Látið standa í 30 mín. Stappið þá berin gróflega og setjið til hliðar.
Hellið rjómanum í þeytiskál og stífþeytið rjómann, setjið dropa, síróp, vanillukorn og salt saman við og þeytið aðeins áfram.
Setjið stöppuð berin saman við og blandið saman við með sleikju. Hér er gott að smakka ísinn og bragðbæta ef ykkur finnst þess þurfa.
Setjið ísblönduna í form með þéttu loki. Ísinn verður betri að mínu mati ef það er hrært í honum á 30 mín fresti, þrisvar – fjórum sinnum en það er ekki nauðsynlegt.
Njótið með góðu ískexi og ferskum berjum.
Uppskrift eftir Völlu
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið jarðarberin í bita og setjið í skál, stráið yfir hrásykri og hlynsírópi og dreifið sítrónusafanum yfir. Látið standa í 30 mín. Stappið þá berin gróflega og setjið til hliðar.
Hellið rjómanum í þeytiskál og stífþeytið rjómann, setjið dropa, síróp, vanillukorn og salt saman við og þeytið aðeins áfram.
Setjið stöppuð berin saman við og blandið saman við með sleikju. Hér er gott að smakka ísinn og bragðbæta ef ykkur finnst þess þurfa.
Setjið ísblönduna í form með þéttu loki. Ísinn verður betri að mínu mati ef það er hrært í honum á 30 mín fresti, þrisvar – fjórum sinnum en það er ekki nauðsynlegt.
Njótið með góðu ískexi og ferskum berjum.