fbpx

Silkimjúkur gulrótarkökuhleifur með rjómaostakremi

dásamleg gulrótarkaka með mjúku rjómaostakremi

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Gulrótarkaka
 140 g hveiti
 ½ tsk matarsódi
 1 tsk lyftiduft
 ½ tsk salt
 1 tsk kanill
 ¼ tsk múskat
  tsk negull
 100 g sykur
 100 g púðursykur
 2 stk egg
 1,50 dl ólífuolía
 1 tsk vanilludropar
 180 g rifnar gulrætur
 50 g pekanhnetur eða valhnetur
 70 g maukaður ananas (ath enginn safi með)
 ½ dl kókosmjöl
Rjómaostakrem
 115 g Philadelphia original rjómaostur
 55 g mjúkt smjör
 340 g flórsykur
 1 tsk vanilludropar

Leiðbeiningar

Gulrótarkaka
1

Setjið öll þurrefni saman í skál ásamt kókós og smátt muldum hnetum og hrærið létt saman með matskeið

2

Setjið svo í hrærivélarskál egg og sykur og hrærið þar til er orðið loftkennt létt og ljóst

3

Hafið hrærivélina áfram í gangi við lágan hraða og bætið olíunni hægt saman við í mjórri bunu, svo vanilludropunum, rifnum gulrótum og ananas (verið búin að þerra aðeins anananasinn)

4

Hrærið þar til allt er vel blandað saman við lágan hraða og bætið svo þurrefnunum útí skálina og passið að hræra ekki allt of mikið svo kakan verði ekki seig

5

Smyrjið frekar stórt brauðform að innan og hellið deiginu í

6

Bakið svo við 180-185 °C blástur í 40-45 mín og gerið kremið á meðan

Rjómaostakrem
7

Þeytið saman rjómaostinum, vanilludropum og smjöri þar til er orðið loftkennt og ljóst

8

Bætið þá flórsykrinum út í hægt og vandlega og þeytið saman alveg þar til kremið er orðið vel loftkennt og ljóst að lit eða í eins og c.a 5 mín

9

Kælið kökuna og setjið kremið ofan á og til hliðanna ef þið viljið og myljið smá hnetur yfir


DeilaTístaVista

Hráefni

Gulrótarkaka
 140 g hveiti
 ½ tsk matarsódi
 1 tsk lyftiduft
 ½ tsk salt
 1 tsk kanill
 ¼ tsk múskat
  tsk negull
 100 g sykur
 100 g púðursykur
 2 stk egg
 1,50 dl ólífuolía
 1 tsk vanilludropar
 180 g rifnar gulrætur
 50 g pekanhnetur eða valhnetur
 70 g maukaður ananas (ath enginn safi með)
 ½ dl kókosmjöl
Rjómaostakrem
 115 g Philadelphia original rjómaostur
 55 g mjúkt smjör
 340 g flórsykur
 1 tsk vanilludropar

Leiðbeiningar

Gulrótarkaka
1

Setjið öll þurrefni saman í skál ásamt kókós og smátt muldum hnetum og hrærið létt saman með matskeið

2

Setjið svo í hrærivélarskál egg og sykur og hrærið þar til er orðið loftkennt létt og ljóst

3

Hafið hrærivélina áfram í gangi við lágan hraða og bætið olíunni hægt saman við í mjórri bunu, svo vanilludropunum, rifnum gulrótum og ananas (verið búin að þerra aðeins anananasinn)

4

Hrærið þar til allt er vel blandað saman við lágan hraða og bætið svo þurrefnunum útí skálina og passið að hræra ekki allt of mikið svo kakan verði ekki seig

5

Smyrjið frekar stórt brauðform að innan og hellið deiginu í

6

Bakið svo við 180-185 °C blástur í 40-45 mín og gerið kremið á meðan

Rjómaostakrem
7

Þeytið saman rjómaostinum, vanilludropum og smjöri þar til er orðið loftkennt og ljóst

8

Bætið þá flórsykrinum út í hægt og vandlega og þeytið saman alveg þar til kremið er orðið vel loftkennt og ljóst að lit eða í eins og c.a 5 mín

9

Kælið kökuna og setjið kremið ofan á og til hliðanna ef þið viljið og myljið smá hnetur yfir

Silkimjúkur gulrótarkökuhleifur með rjómaostakremi

Aðrar spennandi uppskriftir