Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslensk útgáfa af smörrebröd. Það er auðvitað svo sígilt að skella því á milli tveggja nýrra samlokubrauðsneiða og það er alls ekki síðra. Hvernig sem þið viljið bera það fram get ég lofað því að salatið klikkar aldrei!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að sjóða eggin og kæla þau alveg.
Setjið baunirnar og gulræturnar í sigti og látið vökvann renna vel af.
Skerið hangikjötið í bita og setjið í skál ásamt eggjum og baunum. Blandið varlega saman.
Setjið majónesið út í og blandið saman með sleikju. Smakkið til með salti og svörtum pipar.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að sjóða eggin og kæla þau alveg.
Setjið baunirnar og gulræturnar í sigti og látið vökvann renna vel af.
Skerið hangikjötið í bita og setjið í skál ásamt eggjum og baunum. Blandið varlega saman.
Setjið majónesið út í og blandið saman með sleikju. Smakkið til með salti og svörtum pipar.