fbpx

Sígilt hangikjötssalat á dönsku rúgbrauði

Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslensk útgáfa af smörrebröd. Það er auðvitað svo sígilt að skella því á milli tveggja nýrra samlokubrauðsneiða og það er alls ekki síðra. Hvernig sem þið viljið bera það fram get ég lofað því að salatið klikkar aldrei!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 300 g soðið hangikjöt, skorið í litla teninga
 4 stk harðsoðin egg
 1 dós af gulrótum og grænum baunum
 250 g Heinz, Seriously good mayonnaise
 Salt og svartur pipar, eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að sjóða eggin og kæla þau alveg.

2

Setjið baunirnar og gulræturnar í sigti og látið vökvann renna vel af.

3

Skerið hangikjötið í bita og setjið í skál ásamt eggjum og baunum. Blandið varlega saman.

4

Setjið majónesið út í og blandið saman með sleikju. Smakkið til með salti og svörtum pipar.


Matreiðsla, MatargerðMerking, , ,

DeilaTístaVista

Hráefni

 300 g soðið hangikjöt, skorið í litla teninga
 4 stk harðsoðin egg
 1 dós af gulrótum og grænum baunum
 250 g Heinz, Seriously good mayonnaise
 Salt og svartur pipar, eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að sjóða eggin og kæla þau alveg.

2

Setjið baunirnar og gulræturnar í sigti og látið vökvann renna vel af.

3

Skerið hangikjötið í bita og setjið í skál ásamt eggjum og baunum. Blandið varlega saman.

4

Setjið majónesið út í og blandið saman með sleikju. Smakkið til með salti og svörtum pipar.

Sígilt hangikjötssalat á dönsku rúgbrauði

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
KjúklingabaunasalatKjúklingabaunasalat hefur oft verið okkar “go to” inní nestissamlokuna. Það er bragðmikið, saðsamt og nokkuð næringarþétt sem hentar fyrir bæði…