fbpx

Sígildar kókosmakkarónur með dökku súkkulaði

Þessi uppskrift er löngu orðin sígild og ber með sér keim af smávegis nostalgíu. Hér nota ég einungis örfá lífræn hráefni og eru kókosmakkarónurnar einnig glútenlausar. Það er sérlega fljótlegt að útbúa þessar makkarónur og 85% súkkulaðið frá Rapunzel setur alveg punktinn yfir i-ið. Þær geymast vel og því má alveg gera þær með góðum fyrirvara. Þessar eru algjörlega ómissandi fyrir alla unnendur kókos!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 3 stk eggjahvítur af lífrænum eggjum
 ¼ tsk vanillukorn frá Rapunzel
 150 g cristallino hrásykur frá Rapunzel
 150 g kókosmjöl frá Rapunzel
 50 g 85% súkkulaði frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 175°C blástur. Klæðið 2 bökunarplötur með bökunarpappír.

2

Setjið eggjahvítur í tandurhreina skál og setjið sykurinn saman við. Þeytið í nokkrar mínútur þar til blandan verður stíf líkt og marengs. Hellið kókosmjölinu saman við ásamt vanillu og blandið varlega saman við með sleikju. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið á plöturnar eða notið 2 teskeiðar til að móta toppa.

3

Bakið í 12-15 mín eða þar til makkarónurnar fara að brúnast. Takið kökurnar út, leyfið þeim að kólna nær alveg á plötunni og færið þær þá yfir á smákökugrind.

4

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni og dreifið yfir kökurnar.


Uppskrift eftir Völlu á GRGS.is en Rapunzel vörurnar fást m.a. í Fjarðarkaupum, verslunum Nettó og Hagkaupa ásamt Melabúðinni.

Matreiðsla, MatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 3 stk eggjahvítur af lífrænum eggjum
 ¼ tsk vanillukorn frá Rapunzel
 150 g cristallino hrásykur frá Rapunzel
 150 g kókosmjöl frá Rapunzel
 50 g 85% súkkulaði frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 175°C blástur. Klæðið 2 bökunarplötur með bökunarpappír.

2

Setjið eggjahvítur í tandurhreina skál og setjið sykurinn saman við. Þeytið í nokkrar mínútur þar til blandan verður stíf líkt og marengs. Hellið kókosmjölinu saman við ásamt vanillu og blandið varlega saman við með sleikju. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið á plöturnar eða notið 2 teskeiðar til að móta toppa.

3

Bakið í 12-15 mín eða þar til makkarónurnar fara að brúnast. Takið kökurnar út, leyfið þeim að kólna nær alveg á plötunni og færið þær þá yfir á smákökugrind.

4

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni og dreifið yfir kökurnar.

Sígildar kókosmakkarónur með dökku súkkulaði

Aðrar spennandi uppskriftir