Það er ekki að ástæðulausu að Sesar salat sé vinsælt – stökkt beikon, safaríkur kjúklingur, parmesan og djúsí dressing er blanda sem klikkar aldrei! Hér er vefju-útgáfan sem er fullkomin í hádeginu eða sem léttur kvöldmatur.

Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið öll hráefnin fyrir sósuna í hátt ílát og blandið saman með töfrasprota þar til sósan er silkimjúk.
Blandið saman romain salati, sósunni, stökku beikoni og kjúklingnum í skál þar til allt er vel hjúpað.
Stráið 1 msk rifnum Havarti osti yfir hverja tortillu.
Dreifið um 1,5-2 dl eða eftir smekk af salatblöndunni ofan á ostinn. Rúllið tortillunni þétt saman.
Hitið pönnu á meðalháum hita og steikið hverja vefju í um 1-2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hún verður létt stökk og osturinn inni í henni byrjar að bráðna.
Skerið vefjuna í tvennt og njótið vel!
Uppskrift eftir Hildi Rut
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið öll hráefnin fyrir sósuna í hátt ílát og blandið saman með töfrasprota þar til sósan er silkimjúk.
Blandið saman romain salati, sósunni, stökku beikoni og kjúklingnum í skál þar til allt er vel hjúpað.
Stráið 1 msk rifnum Havarti osti yfir hverja tortillu.
Dreifið um 1,5-2 dl eða eftir smekk af salatblöndunni ofan á ostinn. Rúllið tortillunni þétt saman.
Hitið pönnu á meðalháum hita og steikið hverja vefju í um 1-2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hún verður létt stökk og osturinn inni í henni byrjar að bráðna.
Skerið vefjuna í tvennt og njótið vel!