Print Options:








Sesam kjúklinganúðlur

Magn1 skammtur

Sesam kjúklinganúðlur sem eru einstaklega bragðgóðar.

 700 Gr. kjúklingalundir (Rose)
 2 dl. hvít sesam fræ
 2 dl. kornflex
 2 tsk. salt
 1 stk egg
 1 pakki heilhveiti núðlur (Blue dragon)
Dressing
 3 msk. maukaður engifer (Blue dragon)
 3 msk. sesam olía (Blue dragon)
 3 msk. soja sósa (Blue dragon)
 2 msk. hunang
 2 stk. lime börkur og safi
 1 dl. ólífuolía
 2 msk. svört sesam fræ
 150 gr. grænkál
 ½ blómkálshaus
 4 stk. vorlaukur
 salt
1

Blandið saman sesam fræjum, kornflexi og salti

2

Pískið eggið í skál

3

Skolið kjúkling og veltið fyrst upp úr eggi og svo sesam blöndunni og raðið í eldfastmót

4

Kjúklingurinn eldaður í 25-30 mínútur við 180° eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður

5

Blandið saman sesam olíu, soja, hunangi, lime,maukuðu engiferi og ólífuolíu og hrærið vel

6

Sjóðið núðlurnar í 4 mínútur

7

Skerið blómkál og grænkál og steikið á pönnu, bætið núðlum og vorlauk saman við ásamt dressingu og svörtum sesamfæjum

8

Smakkið til með salti