fbpx

Sataysalat með kúskús, avókadó og nachos

Snilldarsalat í veisluna, saumaklúbbinn eða partýið.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 poki spínat
 1 bolli cous cous
 1/2 grænmetisteningur
 4 kjúklingabringur frá Rose Poultry
 1 krukka Satay sauce frá Blue Dragon
 1 gul paprika, skorin smátt
 1 box konfekt tómatar, skornir í tvennt
 4 lítil avókadó, skorið í litla teninga
 ½ rauðlaukur, skorinn smátt
 fetaostur
 nachos flögur

Leiðbeiningar

1

Setjið spínat á salatdisk/skál.

2

Sjóðið 2 bolla af vatni ásamt ½ grænmetisteningi. Bætið cous cous saman við þegar vatnið er farið að sjóða, takið af hitanum og setjið lok á. Leyfið að standa þar til allur vökvinn er uppleystur. Hrærið lauslega í því með gaffli. Hellið yfir spínatið.

3

Skerið kjúklingabringurnar í bita. Steikið á pönnu og saltið og piprið.

4

Bætið satay sósunni út á pönnuna og leyfið að malla í nokkrar mínútur. Kælið lítillega og setjið síðan yfir cous cousið.

5

Skerið grænmetið niður og dreifið yfir allt.

6

Látið að lokum fetaost og mulið nachos yfir salatið.


Uppskrift frá Berglindi á Gulur, rauður, grænn og salt.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 poki spínat
 1 bolli cous cous
 1/2 grænmetisteningur
 4 kjúklingabringur frá Rose Poultry
 1 krukka Satay sauce frá Blue Dragon
 1 gul paprika, skorin smátt
 1 box konfekt tómatar, skornir í tvennt
 4 lítil avókadó, skorið í litla teninga
 ½ rauðlaukur, skorinn smátt
 fetaostur
 nachos flögur

Leiðbeiningar

1

Setjið spínat á salatdisk/skál.

2

Sjóðið 2 bolla af vatni ásamt ½ grænmetisteningi. Bætið cous cous saman við þegar vatnið er farið að sjóða, takið af hitanum og setjið lok á. Leyfið að standa þar til allur vökvinn er uppleystur. Hrærið lauslega í því með gaffli. Hellið yfir spínatið.

3

Skerið kjúklingabringurnar í bita. Steikið á pönnu og saltið og piprið.

4

Bætið satay sósunni út á pönnuna og leyfið að malla í nokkrar mínútur. Kælið lítillega og setjið síðan yfir cous cousið.

5

Skerið grænmetið niður og dreifið yfir allt.

6

Látið að lokum fetaost og mulið nachos yfir salatið.

Sataysalat með kúskús, avókadó og nachos

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Fullhlaðið kjúklinga nachosHelgaruppskriftin er mætt og hún er virkilega gómsæt. Fullhlaðið nachos með kjúklingi, svörtum baunum, maís, ostasósu og salsasósu. Frábær réttur…