fbpx

Salat með sólþurrkuðum tómötum, ólífum og engifer-tahinidressingu

Hér erum við með salat með grænum ólífum, sólþurrkuðum tómötum og rauðlauk sem mér finnst passa svo vel saman og tahinisósan fer rosalega vel með ólífunum. Ég er að nota lífrænar ólífur frá Rapunzel en ég er mikil ólífukona og börnin mín elska ólífur og við erum öll sammála um að þetta séu langbestu grænu ólífurnar. Uppskriftin dugir mér í 3 fullar auðmeltanlegar máltíðir en salatið virkar alveg jafn vel sem meðlæti ef maður kýs það frekar. Ég heyri alltof oft niðrandi orð um salat. Salat dettur inn í flokkinn “kanínufóður” eða einhverskonar megrunarkúr. Veganar borða bara salat heyrir maður stundum í þeim tón eins og það væri slæmt. Ég skal leiðrétta það að allir veganar borða ekki bara salat en það þyrfti þó ekki að vera slæmt að borða bara salat,… þ.e.a.s ef það er alvöru salat ;). Það súrealíska er að veganar eru þeir sem geta sjaldnast fengið alvöru salat á veitingastöðum. Vegan hamborgari er svona meiri klassík á vegan matseðlinum. Gott salat fyrir mér er salat sem uppfyllir skilyrðin um fjölbreytt bragð, áferð og fyllingu. Ég vil finna súrt, sætt og salt bragð, ég vil finna fyrir mjúkri og crunchy áferð og góð dressing er mikilvæg. Svo vil ég líka geta orðið södd af því svo það má vera bara frekar stórt. Það sem kannski er vanmetið en mér finnst líka mjög mikilvægt er að það sé fallegt og litríkt. Við höfum heyrt orðatiltækið að við borðum með augunum og það er bara hellingssannleikur í því. Við fáum vatn í munninn við það að sjá eitthvað girnilegt og er það augunum að þakka, augun senda skilaboð til heilans að máltíð sé í vændum og munnvatnsframleiðslan hefst sem er fyrsta stig meltingarinnar. Mæli með að prófa þetta meðvitað og athuga hvað þú upplifir.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Salat
 225 g bakki íssalat
 100 g lífrænt spínat eða spínatkál
 3 stk avocado
 8 stk sólþurkaðir tómatar (án olíu)
 ½ stk krukka grænar lífrænar ólífur frá Rapunzel
 ½ stk rauðlaukur
 1 stk gúrka
 1 stk rauð stór papríka
 1 stk væn lúka alfaalfa spírur
 Möndlukurl, sjá uppskrift á vefnum
Tahini sinnepsdressing með engifer
 1 dl ljóst lífrænt tahini, frá Rapunzel
 1 stk engiferbiti, fer eftir smekk en ég nota ca 1x4cm
 2 stk lime, safinn
 2 msk sykurlaust lífrænt sinnep
 4 stk döðlur
 1,50 dl vatn

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að skola það grænmeti sem þarf að skola. Mér finnst ágætt að leyfa salatinu að liggja í köldu vatni á meðan ég sker hitt grænmetið og þerra svo í salatvindu.

2

Sjóðið vatn og hellið yfir sólþurrkuðu tómatana og leyfið þeim að mýkjast örlítið.

3

Skerið svo allt grænmetið smátt eða eins og þér finnst best að borða það. Mér persónulega finnst best að skera það mjög smátt svo allt blandist vel. Ég sker salatið líka í minni bita.

4

Hægt er að blanda öllu saman ef þú vilt eða setja hvert grænmeti í sér skálar. Það fer kannski svolítið eftir því hvort þú sért að bjóða uppá salatið eða hvort þú sért að græja þér nesti. En uppskriftin passar í 3 stór nestisbox.

5

Útbúið dressinguna svo með því að setja öll hráefni í blandara/töfrasprota og blanda vel.

Verði ykkur að góðu.


Matreiðsla, MatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

Salat
 225 g bakki íssalat
 100 g lífrænt spínat eða spínatkál
 3 stk avocado
 8 stk sólþurkaðir tómatar (án olíu)
 ½ stk krukka grænar lífrænar ólífur frá Rapunzel
 ½ stk rauðlaukur
 1 stk gúrka
 1 stk rauð stór papríka
 1 stk væn lúka alfaalfa spírur
 Möndlukurl, sjá uppskrift á vefnum
Tahini sinnepsdressing með engifer
 1 dl ljóst lífrænt tahini, frá Rapunzel
 1 stk engiferbiti, fer eftir smekk en ég nota ca 1x4cm
 2 stk lime, safinn
 2 msk sykurlaust lífrænt sinnep
 4 stk döðlur
 1,50 dl vatn

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að skola það grænmeti sem þarf að skola. Mér finnst ágætt að leyfa salatinu að liggja í köldu vatni á meðan ég sker hitt grænmetið og þerra svo í salatvindu.

2

Sjóðið vatn og hellið yfir sólþurrkuðu tómatana og leyfið þeim að mýkjast örlítið.

3

Skerið svo allt grænmetið smátt eða eins og þér finnst best að borða það. Mér persónulega finnst best að skera það mjög smátt svo allt blandist vel. Ég sker salatið líka í minni bita.

4

Hægt er að blanda öllu saman ef þú vilt eða setja hvert grænmeti í sér skálar. Það fer kannski svolítið eftir því hvort þú sért að bjóða uppá salatið eða hvort þú sért að græja þér nesti. En uppskriftin passar í 3 stór nestisbox.

5

Útbúið dressinguna svo með því að setja öll hráefni í blandara/töfrasprota og blanda vel.

Verði ykkur að góðu.

Salat með sólþurrkuðum tómötum, ólífum og engifer-tahinidressingu

Aðrar spennandi uppskriftir