Print Options:








Sætar kartöflur fylltar með buffaló-kjúklingi

Magn1 skammtur

Hér er á ferðinni ofnbakaðar sætar kartöflur með kjúklingi í buffalósósu.

Sætar kartöflur fylltar með buffalókjúklingi
 6 meðalstórar sætar kartöflur
 900 g kjúklingalæri frá Rose Poultry
Buffalo-sósa
 150 ml hot sauce, ég notaði „Franks Red hot sauce“
 4 msk smjör
 1 1/2 tsk hvítvínsedik, t.d. frá Filippo Berio
 1/2 tsk Worcestershire sósa (má sleppa)
 1/2 tsk hvítlauksduft
 1 tsk sterkja (t.d. hveiti) + 1 msk vatn
Meðlæti
 Hvítlaukssósa
 Rifinn mozzarella
 fersk steinselja, söxuð
1

Stingið með gaffli í kartöflurnar á nokkrum stöðum og setjið í 200°c heitan ofn í 40 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar og fulleldaðar.

2

Setjið kjúklingalærin í stóran pott og látið vatn flæða yfir þau. Setjið lok á pottinn og eldið við meðalhita í 30 mínútur. Þegar kjúklingurinn er fulleldaður takið úr pottinum og takið í sundur með 2 göfflum.

3

Blandið hráefnum fyrir sósuna vel saman. Blandið sterkju og vatni saman og hellið saman við og hrærið í 30 sek eða þar til sósan hefur þykknað. Blandið sósunni saman við kjúklinginn – byrjið rólega og bætið við meiri sósu eftir því hvað heillar.

4

Skerið kartöflurnar í tvennt og setjið kjúklinginn ofaná hvern kartöfluhelming.

5

Ef þið vijlijð getið þið sett rifinn ost yfir og aðeins leyft honum að bráðna. Svo er geggjað að setja hvítlaukssósu yfir og enda á ferskri steinselju.