Hér er á ferðinni ofnbakaðar sætar kartöflur með kjúklingi í buffalósósu.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Stingið með gaffli í kartöflurnar á nokkrum stöðum og setjið í 200°c heitan ofn í 40 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar og fulleldaðar.
Setjið kjúklingalærin í stóran pott og látið vatn flæða yfir þau. Setjið lok á pottinn og eldið við meðalhita í 30 mínútur. Þegar kjúklingurinn er fulleldaður takið úr pottinum og takið í sundur með 2 göfflum.
Blandið hráefnum fyrir sósuna vel saman. Blandið sterkju og vatni saman og hellið saman við og hrærið í 30 sek eða þar til sósan hefur þykknað. Blandið sósunni saman við kjúklinginn – byrjið rólega og bætið við meiri sósu eftir því hvað heillar.
Skerið kartöflurnar í tvennt og setjið kjúklinginn ofaná hvern kartöfluhelming.
Ef þið vijlijð getið þið sett rifinn ost yfir og aðeins leyft honum að bráðna. Svo er geggjað að setja hvítlaukssósu yfir og enda á ferskri steinselju.
Hráefni
Leiðbeiningar
Stingið með gaffli í kartöflurnar á nokkrum stöðum og setjið í 200°c heitan ofn í 40 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar og fulleldaðar.
Setjið kjúklingalærin í stóran pott og látið vatn flæða yfir þau. Setjið lok á pottinn og eldið við meðalhita í 30 mínútur. Þegar kjúklingurinn er fulleldaður takið úr pottinum og takið í sundur með 2 göfflum.
Blandið hráefnum fyrir sósuna vel saman. Blandið sterkju og vatni saman og hellið saman við og hrærið í 30 sek eða þar til sósan hefur þykknað. Blandið sósunni saman við kjúklinginn – byrjið rólega og bætið við meiri sósu eftir því hvað heillar.
Skerið kartöflurnar í tvennt og setjið kjúklinginn ofaná hvern kartöfluhelming.
Ef þið vijlijð getið þið sett rifinn ost yfir og aðeins leyft honum að bráðna. Svo er geggjað að setja hvítlaukssósu yfir og enda á ferskri steinselju.