Djúsí linsubaunasúpa með kókosmjólk sem er tilvalin sem léttur hádegisverður eða kvöldverður.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að saxa grænmetið mjög smátt. Ég mæli með að skræla sætu kartöfluna en það er óþarfi að skræla gulræturnar.
Svissið laukinn, hvítlaukinn og gulræturnar í olíu þar til laukurinn byrjar að mýkjast.
Bætið svo við sætu kartöflunni, jurtakrafti og kryddum og blandið og leyfið kryddunum aðeins að vakna (hitna) áður en vökvanum er bætt útí.
Að lokum er vatninu, tómatpassata og linsunum bætt út í og látið malla í 10-15 mínútur eða þar til linsurnar og sætu kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
Bætið svo oatly smurostinum útí og leyfið að malla í 5 mínútur í viðbót. Smakkið til og saltið eftir smekk.
Uppskrift eftir Hildi Ómars en Rapunzel vörurnar fást m.a. í Fjarðarkaupum, verslunum Nettó og Hagkaupa ásamt Melabúðinni.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að saxa grænmetið mjög smátt. Ég mæli með að skræla sætu kartöfluna en það er óþarfi að skræla gulræturnar.
Svissið laukinn, hvítlaukinn og gulræturnar í olíu þar til laukurinn byrjar að mýkjast.
Bætið svo við sætu kartöflunni, jurtakrafti og kryddum og blandið og leyfið kryddunum aðeins að vakna (hitna) áður en vökvanum er bætt útí.
Að lokum er vatninu, tómatpassata og linsunum bætt út í og látið malla í 10-15 mínútur eða þar til linsurnar og sætu kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
Bætið svo oatly smurostinum útí og leyfið að malla í 5 mínútur í viðbót. Smakkið til og saltið eftir smekk.