fbpx

Sænskur Lúciu Overnight oats með saffran og vanillu

Ertu saffran elskandi? Eða kannski aldrei smakkað Lúsíubollur, Lussekatter, Lussebullar…? Ef ekki þá finnur þú uppskrift af þeim hér. Lussekatter er sætabrauð með saffran og rúsínum sem boðið er uppá við svona sirka öll tilefni í desember í Svíþjóð. Eftir að venjast þessari hefð í nokkur ár er ekki aftur snúið. Til að svala saffran þörfinni á aðeins öðruvísi og hollari máta þá býð ég hér uppá uppskrift að overnight oats eða yfirnætur hafra-og chia graut með saffran, vanillu og rúsínum sem minnir óneytanlega á Lussekatter…. nema með allt annarri áferð. Í uppskriftinni að neðan nota ég heimagerða möndlumjólk en mér persónulega finnst engin plöntumjólk slá henni við og hún býður uppá sveigjanleika til að stýra bragðinu. Ég elska að sæta hana með döðlum sem minn uppáhalds sætugjafi. Það er að sjálfsögðu hægt að nota keypta möndlumjólk og nota aðra sætu til að gefa sætt bragð, leiðbeiningar fylgja fyrir neðan.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Sæt möndlumjólk
 1 stk poki möndlur (200gr), ég er að nota Rapunzel
 6 stk litlar ferskar döðlur (steinhreinsaðar)
 2 stk hnífsoddar himalayasalt
 1,20 l vatn
 ¾ dl chiafræ
 1 dl lífrænt haframjöl, frá Rapunzel
 ½ dl rúsínur, frá Rapunzel
 ¼ tsk lífrænt ekta vanilluduft, ég nota Rapunzel
 ¼ saffran, ca 0,35gr saffran (magn er smekksatriði)
 hnífsoddur kardimomma (valfrjálst)
 4 dl af sætu möndlumjólkinni* *eða 4 dl af annarri möndlumjólk, þá mæli ég með að bæta við einhverri sætu, t.d. 2 tsk af hlynsírópi.

Leiðbeiningar

1

Ef þú kýst að útbúa þína eigin möndlumjólk þá eru möndlurnar lagðar í bleyti yfir nótt, vökvanum síðan hellt af og þær skolaðar. Möndlunum er svo komið fyrir í blandara ásamt döðlum, vatni og salti og blandað vel og síðan helt í gegnum síjupoka. Geymist í loftþéttu íláti inní ísskáp.

2

Til að útbúa grautinn er hráefninu sem í hann fer komið fyrir í krukku og hrært vel í. Ágætt að hræra nokkrum sinnum fyrstu mínúturnar, jafnvel hrista, svo chia fræin klumpist ekki upp.

3

Komið grautnum fyrir í ísskáp í nokkra tíma eða yfir nótt og svo má bara njóta.

4

Gott að toppa með mandarínum eða appelsínum, kanil og skvettu af möndlumjólkinni. … eða hverju sem þér dettur í hug.

Verði ykkur að góðu.


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Sæt möndlumjólk
 1 stk poki möndlur (200gr), ég er að nota Rapunzel
 6 stk litlar ferskar döðlur (steinhreinsaðar)
 2 stk hnífsoddar himalayasalt
 1,20 l vatn
 ¾ dl chiafræ
 1 dl lífrænt haframjöl, frá Rapunzel
 ½ dl rúsínur, frá Rapunzel
 ¼ tsk lífrænt ekta vanilluduft, ég nota Rapunzel
 ¼ saffran, ca 0,35gr saffran (magn er smekksatriði)
 hnífsoddur kardimomma (valfrjálst)
 4 dl af sætu möndlumjólkinni* *eða 4 dl af annarri möndlumjólk, þá mæli ég með að bæta við einhverri sætu, t.d. 2 tsk af hlynsírópi.

Leiðbeiningar

1

Ef þú kýst að útbúa þína eigin möndlumjólk þá eru möndlurnar lagðar í bleyti yfir nótt, vökvanum síðan hellt af og þær skolaðar. Möndlunum er svo komið fyrir í blandara ásamt döðlum, vatni og salti og blandað vel og síðan helt í gegnum síjupoka. Geymist í loftþéttu íláti inní ísskáp.

2

Til að útbúa grautinn er hráefninu sem í hann fer komið fyrir í krukku og hrært vel í. Ágætt að hræra nokkrum sinnum fyrstu mínúturnar, jafnvel hrista, svo chia fræin klumpist ekki upp.

3

Komið grautnum fyrir í ísskáp í nokkra tíma eða yfir nótt og svo má bara njóta.

4

Gott að toppa með mandarínum eða appelsínum, kanil og skvettu af möndlumjólkinni. … eða hverju sem þér dettur í hug.

Verði ykkur að góðu.

Sænskur Lúciu Overnight oats með saffran og vanillu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Toblerone karamelluísÞað þekkja flestir klassíska Toblerone ísinn og hér kemur skemmtileg útfærsla! Karamella gerir þetta enn betra og þessi blanda er…