Í Svíþjóð kynntumst við sænskum kókoskúlum sem fást í öllum verslunum þar. Þær urðu staðalbúnaður um helgar og hægt var að kaupa þær stakar eða í kassa með 6 eða 12 stykkjum. Við getum sagt að við byrjuðum pent með eina á mann sem varði stutt og vorum við fljótlega komin í 6 stykkja kassann og það kom fyrir að sá stóri rataði í kerruna. Við buðum öllum sem komu í heimsókn til okkar uppá “Delicatoboll”. Þeir eru dæmi um svona vinsælt nammi/bakkelsi sem er óvart vegan. En þeir voru auðvitað stútfullir af sykri og smjörlíki. Kaffið í þeim er sennilega það sem gefur þeim sitt einkennandi bragð en þrátt fyrir kaffibragðið þá eru kúlurnar/boltarnir vinsælir hjá börnum og ég sem drekk ekki kaffi, og hef aldrei gert, elska þá. Jæja ég ákvað að endurvekja þessa sænsku ánægju nema með hollara hráefni og ég verð að segja að útkoman er alveg keimlík! Nú horfum við á sænskt sjónvarp OG fáum okkur sænska heimigerða “Delicatobollar” hér heima á Íslandi. Ég elska að geta skapað smá sænska stemningu hér heima þar sem við finnum oft fyrir söknuði til Svíþjóðar en við áttum svo æðisleg 6 ár þar.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að útbúa kaffið, *ég nota pressukönnu og blanda frekar sterkt kaffi eða 1/10. Til viðmiðunar hellti ég uppá 50gr (kaffi)/500ml (vatn), sem dugir í 2-3 falda uppskrift.
Setjið nú döðlurnar (steinhreinsaðar), haframjöl, kókos og kakó og blandið vel í matvinnsluvél.
Bætið nú kókosolíu og salti útí og setjið matvinnsluvélina aftur af stað. Á meðan hún er í gangi hellið þið kaffinu rólega útí á meðan hún er í gangi.
Nú ætti að vera hægt að búa til litlar kúlur, ef ykkur finnst deigið ekki nógu klístrað til að móta kúlur þá er hægt að bæta við meira kaffi eða kókosolíu en mæli með að smakka deigið til að meta hvort þið veljið.
Rúllið uppúr kókos og njótið! Þær geymast best inní frysti.
Verði ykkur að góðu
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að útbúa kaffið, *ég nota pressukönnu og blanda frekar sterkt kaffi eða 1/10. Til viðmiðunar hellti ég uppá 50gr (kaffi)/500ml (vatn), sem dugir í 2-3 falda uppskrift.
Setjið nú döðlurnar (steinhreinsaðar), haframjöl, kókos og kakó og blandið vel í matvinnsluvél.
Bætið nú kókosolíu og salti útí og setjið matvinnsluvélina aftur af stað. Á meðan hún er í gangi hellið þið kaffinu rólega útí á meðan hún er í gangi.
Nú ætti að vera hægt að búa til litlar kúlur, ef ykkur finnst deigið ekki nógu klístrað til að móta kúlur þá er hægt að bæta við meira kaffi eða kókosolíu en mæli með að smakka deigið til að meta hvort þið veljið.
Rúllið uppúr kókos og njótið! Þær geymast best inní frysti.
Verði ykkur að góðu