fbpx

Sælgætisís

Sælgætisís með OREO, Daim og Toblerone.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Sælgætisís
 6 egg aðskilin
 130gr púðursykur
 1 tsk vanillusykur
 ½ l þeyttur rjómi
 200 gr Toblerone (100 gr brætt og 100 gr saxað)
 100 gr Oreo (mulið)
 100 gr Daim (saxað)
Heit Toblerone sósa
 300 gr Toblerone (saxað gróft)
 ½-1 dl rjómi (eftir því hversu þykka þið viljið hafa sósuna)

Leiðbeiningar

Sælgætisís
1

Þeytið saman eggjarauður og púðursykur þar til létt og ljóst.

2

Bætið vanillusykri út í ásamt bræddu Toblerone og blandið vel.

3

Vefjið þeytta rjómanum því næst varlega saman við eggjarauðublönduna.

4

Setjið saxað Toblerone, Daim og mulið Oreo í blönduna og vefjið saman.

5

Að lokum eru eggjahvíturnar stífþeyttar og þeim vafið með sleikju saman við blönduna.

6

Öllu hellt í form (smellurform gott ef gera á köku en annars hægt að nota hvað sem er og gera ískúlur þegar frosið).

7

Plastið ísinn vel og frystið helst í sólarhring og berið síðan fram með heitri Toblerone sósu og þeyttum rjóma.

Heit Toblerone sósa
8

Setjið saman í pott og hitið við miðlungshita þar til bráðið saman. Takið af hellunni og leyfið aðeins að þykkna áður en sett er út á ísinn.


Uppskrift frá Gotterí.

DeilaTístaVista

Hráefni

Sælgætisís
 6 egg aðskilin
 130gr púðursykur
 1 tsk vanillusykur
 ½ l þeyttur rjómi
 200 gr Toblerone (100 gr brætt og 100 gr saxað)
 100 gr Oreo (mulið)
 100 gr Daim (saxað)
Heit Toblerone sósa
 300 gr Toblerone (saxað gróft)
 ½-1 dl rjómi (eftir því hversu þykka þið viljið hafa sósuna)

Leiðbeiningar

Sælgætisís
1

Þeytið saman eggjarauður og púðursykur þar til létt og ljóst.

2

Bætið vanillusykri út í ásamt bræddu Toblerone og blandið vel.

3

Vefjið þeytta rjómanum því næst varlega saman við eggjarauðublönduna.

4

Setjið saxað Toblerone, Daim og mulið Oreo í blönduna og vefjið saman.

5

Að lokum eru eggjahvíturnar stífþeyttar og þeim vafið með sleikju saman við blönduna.

6

Öllu hellt í form (smellurform gott ef gera á köku en annars hægt að nota hvað sem er og gera ískúlur þegar frosið).

7

Plastið ísinn vel og frystið helst í sólarhring og berið síðan fram með heitri Toblerone sósu og þeyttum rjóma.

Heit Toblerone sósa
8

Setjið saman í pott og hitið við miðlungshita þar til bráðið saman. Takið af hellunni og leyfið aðeins að þykkna áður en sett er út á ísinn.

Sælgætisís

Aðrar spennandi uppskriftir