Print Options:

Rósavíns sangría með berjum og ferskjum

Magn1 skammtur

 1 stk flaska af Adobe Rosé Reserva (750ml)
 2 stk ferskjur (skornar í þunnar sneiðar)
 2 dl Driscolls jarðaber (skorin í sneiðar)
 2 dl Driscolls hindber
 4 msk Cointreau (má minnka fyrir mildari útgáfu)
 2 msk hunang (smakkið til - fer eftir hversu þurrt vínið er)
 2-3 dl sódavatn (bætið við rétt áður en drykkurinn er borinn fram)
 klakar
1

Setjið öll berin og ferskjurnar í stóra könnu.

2

Hellið appelsínusafa, Cointreau og hunangi yfir og hrærið létt saman.

3

Bætið við rósavíninu og setjið í kæli í 2–3 klst (eða lengur).

4

Rétt áður en sangrían er borin fram, bætið við sódavatni og klökum.

5

Hrærið varlega og berið fram í fallegum glösum með ávöxtum og kannski myntublaði – ef þið eruð í stuði.

Nutrition Facts

0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki

Serving size