fbpx

Rosaleg Oreo-ostakaka með karamellu

Ostakaka sem þú átt eftir að elska!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn
 2 bollar Oreo-kex með hnetusmjörsbragði, mulið
 115g bráðið smjör
 1/2 bolli grófsaxaðar pekanhnetur
Karamella
 170g smjör
 1 bolli púðursykur
Ostakaka
 450g mjúkur Philadelphia-rjómaostur
 3/4 bolli flórsykur
 1tsk vanilludropar
Súkkulaðibráð
 1/2 bolli súkkulaði
 1/4 bolli mjólk eða rjómi
 Oreo-kex með hnetusmjörsbragði(til að skreyta)
 pekanhnetur(til að skreyta)

Leiðbeiningar

Botn
1

Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringlaga bökunarform, sirka 18-20 sentímetra. Mér finnst líka gott að setja bökunarpappír í botninn til að gera það auðveldara að losa kökuna þegar hún er tilbúin.

2

Myljið Oreo-kex í matvinnsluvél og blandið því saman við smjörið.

3

Þrýstið Oreo-blöndunni í botninn á forminu og bakið í 10 mínútur.

4

Dreifið pekanhnetum yfir botninn og leyfið honum að kólna.

Karamella
5

Blandið smjöri og púðursykri saman í potti. Leyfið blöndunni að ná suðu yfir meðalhita og passið ykkur að hræra stanslaust.

6

Lækkið hitann og leyfið blöndunni að malla í 10 mínútur, eða þangað til hún þykkist aðeins.

7

Hellið karamellunni yfir pekanhneturnar og leyfið þessu að kólna í 1-2 klukkustundir inni í ísskáp.

Ostakaka
8

Blandið öllum hráefnum vel saman og hellið yfir karamelluna. Kælið aftur í 1-2 klukkustundir í ísskáp.

Súkkulaðibráð
9

Hitið mjólk eða rjóma í örbylgjuofni. Setjið súkkulaðið ofan í vökvann og leyfið því að sitja í 1 mínútu á meðan það bráðnar. Hrærið síðan vel þar til allt er blandað saman.

10

Hellið súkkulaðinu yfir kökuna og skreytið með því sem þið viljið - ég notaði Oreo-kex og pekanhnetur.

11

Skellið kökunni aftur í ísskáp í 1-2 klukkustundir, takið hana síðan úr forminu og berið fram.


Uppskrift frá Lilju Katrín á Blaka.

DeilaTístaVista

Hráefni

Botn
 2 bollar Oreo-kex með hnetusmjörsbragði, mulið
 115g bráðið smjör
 1/2 bolli grófsaxaðar pekanhnetur
Karamella
 170g smjör
 1 bolli púðursykur
Ostakaka
 450g mjúkur Philadelphia-rjómaostur
 3/4 bolli flórsykur
 1tsk vanilludropar
Súkkulaðibráð
 1/2 bolli súkkulaði
 1/4 bolli mjólk eða rjómi
 Oreo-kex með hnetusmjörsbragði(til að skreyta)
 pekanhnetur(til að skreyta)

Leiðbeiningar

Botn
1

Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringlaga bökunarform, sirka 18-20 sentímetra. Mér finnst líka gott að setja bökunarpappír í botninn til að gera það auðveldara að losa kökuna þegar hún er tilbúin.

2

Myljið Oreo-kex í matvinnsluvél og blandið því saman við smjörið.

3

Þrýstið Oreo-blöndunni í botninn á forminu og bakið í 10 mínútur.

4

Dreifið pekanhnetum yfir botninn og leyfið honum að kólna.

Karamella
5

Blandið smjöri og púðursykri saman í potti. Leyfið blöndunni að ná suðu yfir meðalhita og passið ykkur að hræra stanslaust.

6

Lækkið hitann og leyfið blöndunni að malla í 10 mínútur, eða þangað til hún þykkist aðeins.

7

Hellið karamellunni yfir pekanhneturnar og leyfið þessu að kólna í 1-2 klukkustundir inni í ísskáp.

Ostakaka
8

Blandið öllum hráefnum vel saman og hellið yfir karamelluna. Kælið aftur í 1-2 klukkustundir í ísskáp.

Súkkulaðibráð
9

Hitið mjólk eða rjóma í örbylgjuofni. Setjið súkkulaðið ofan í vökvann og leyfið því að sitja í 1 mínútu á meðan það bráðnar. Hrærið síðan vel þar til allt er blandað saman.

10

Hellið súkkulaðinu yfir kökuna og skreytið með því sem þið viljið - ég notaði Oreo-kex og pekanhnetur.

11

Skellið kökunni aftur í ísskáp í 1-2 klukkustundir, takið hana síðan úr forminu og berið fram.

Rosaleg Oreo-ostakaka með karamellu

Aðrar spennandi uppskriftir