Margir mauksjóða rjúpurnar í sósunni og vilja láta þær hanga lengi svo villibráðarbragðið skíni sterkt í gegn. Þessi aðferð er þó öllu nýstárlegri og eru rjúpurnar mun mildari á bragðið en á hinn veginn.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Steikið laukinn upp úr smjörinu og saltið
Steikið kjötið með lauknum þar til það brúnast og hellið þá vatninu yfir og leyfið að sjóða í um 1 ½ klukkustund (lengur ef þið viljið meira bragð).
Sigtið síðan allt gumsið frá og notið soðið í sósuna.
Bræðið smjörið í potti, pískið hveitið saman við og hellið næst soðinu yfir og pískið vel saman allan tímann.
Bætið þá rjómanum og öðrum hráefnum saman við, smakkið til með krafti og kryddum og leyfið að malla aðeins.
Hitið ofninn í 190°C.
Snöggsteikið bringurnar upp úr vel af smjöri í rúmlega hálfa mínútu á hvorri hlið.
Raðið í eldfast mót og hellið sósu upp á miðjar bringur (berið restina af sósunni fram með máltíðinni).
Bakið í 10-13 mínútur eftir stærð
Þegar fatið er tekið úr ofninum má raða perunum í kring og setja rifsberjasultu ofan í „holuna“.
Njótið með rauðbeðusalati og brúnuðum kartöflum.
Blandið rifsberjahlaupinu saman við söxuð epli og rauðbeður með sleikju.
Blandið næst þeytta rjómanum saman við og berið fram.
Setjið sykurinn á pönnu á háan hita
Þegar hann byrjar að leysast upp þarf að lækka hitann, setja smjörið saman við og hræra vel saman.
Næst má setja rjómann saman við og leyfa blöndunni aðeins að „bubbla“ og hella kartöflunum á pönnuna og velta upp úr karamellunni.
Hráefni
Leiðbeiningar
Steikið laukinn upp úr smjörinu og saltið
Steikið kjötið með lauknum þar til það brúnast og hellið þá vatninu yfir og leyfið að sjóða í um 1 ½ klukkustund (lengur ef þið viljið meira bragð).
Sigtið síðan allt gumsið frá og notið soðið í sósuna.
Bræðið smjörið í potti, pískið hveitið saman við og hellið næst soðinu yfir og pískið vel saman allan tímann.
Bætið þá rjómanum og öðrum hráefnum saman við, smakkið til með krafti og kryddum og leyfið að malla aðeins.
Hitið ofninn í 190°C.
Snöggsteikið bringurnar upp úr vel af smjöri í rúmlega hálfa mínútu á hvorri hlið.
Raðið í eldfast mót og hellið sósu upp á miðjar bringur (berið restina af sósunni fram með máltíðinni).
Bakið í 10-13 mínútur eftir stærð
Þegar fatið er tekið úr ofninum má raða perunum í kring og setja rifsberjasultu ofan í „holuna“.
Njótið með rauðbeðusalati og brúnuðum kartöflum.
Blandið rifsberjahlaupinu saman við söxuð epli og rauðbeður með sleikju.
Blandið næst þeytta rjómanum saman við og berið fram.
Setjið sykurinn á pönnu á háan hita
Þegar hann byrjar að leysast upp þarf að lækka hitann, setja smjörið saman við og hræra vel saman.
Næst má setja rjómann saman við og leyfa blöndunni aðeins að „bubbla“ og hella kartöflunum á pönnuna og velta upp úr karamellunni.