Print Options:








Rjómaostafylltur jalapenos

Magn1 skammtur

Rjómaostafylltur jalapeno er frábær sem snarl, forréttur eða sem smáréttur á veisluborðið.

 250 g Philadelphia rjómaostur
 50 g Parmareggio parmesan, rifinn
 150 g rifinn mozzarella
 10 blöð af ferskri basilíku, söxuð
 12 ferskir jalapenos (eða smápaprikur)
 2 egg
 3 msk vatn
 120 g brauðmylsna
 150 g hveiti
 2 tsk paprikuduft
 Filippo Berio ólífuolía
1

Blandið rjomaosti, parmesan, mozzarella og saxaðri basilíku saman í skál.

2

Skerið jalapeno langsum í tvennt og kjarnhreinsið. Fyllið hvorn helminginn með ostablöndunni. Hrærið eggjum saman við vatnið. Setjið brauðmylsnuna í aðra skál og hveiti í þá þriðju.

3

Dýfið jalapeno fyrst í hveiti og svo í eggjablönduna og að lokum í brauðmylsnuna. Setjið á ofnplötu með smjörpappír.

4

Kryddið með paprikudufti og dreypið dáltítilli ólívuolíu yfir.

5

Bakið í 180°c heitum ofni í 30 mínútur.