Rjómaostafylltur jalapenos

Rjómaostafylltur jalapeno er frábær sem snarl, forréttur eða sem smáréttur á veisluborðið.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 250 g Philadelphia rjómaostur
 50 g Parmareggio parmesan, rifinn
 150 g rifinn mozzarella
 10 blöð af ferskri basilíku, söxuð
 12 ferskir jalapenos (eða smápaprikur)
 2 egg
 3 msk vatn
 120 g brauðmylsna
 150 g hveiti
 2 tsk paprikuduft
 Filippo Berio ólífuolía

Leiðbeiningar

1

Blandið rjomaosti, parmesan, mozzarella og saxaðri basilíku saman í skál.

2

Skerið jalapeno langsum í tvennt og kjarnhreinsið. Fyllið hvorn helminginn með ostablöndunni. Hrærið eggjum saman við vatnið. Setjið brauðmylsnuna í aðra skál og hveiti í þá þriðju.

3

Dýfið jalapeno fyrst í hveiti og svo í eggjablönduna og að lokum í brauðmylsnuna. Setjið á ofnplötu með smjörpappír.

4

Kryddið með paprikudufti og dreypið dáltítilli ólívuolíu yfir.

5

Bakið í 180°c heitum ofni í 30 mínútur.

SharePostSave

Hráefni

 250 g Philadelphia rjómaostur
 50 g Parmareggio parmesan, rifinn
 150 g rifinn mozzarella
 10 blöð af ferskri basilíku, söxuð
 12 ferskir jalapenos (eða smápaprikur)
 2 egg
 3 msk vatn
 120 g brauðmylsna
 150 g hveiti
 2 tsk paprikuduft
 Filippo Berio ólífuolía
Rjómaostafylltur jalapenos

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Spicy guacamoleVið elskum ferskt guacamole og hér höfum við örlítið sterkari útgáfu af dásamlegu guacamole!
blank
MYNDBAND
Blinis með reyktum laxiBlinis er fullkominn forréttur eða smáréttur á hlaðborði! Sums staðar er hægt að kaupa tilbúnar kökur en það er ekkert…
blank
MYNDBAND
Fullhlaðið kjúklinga nachosHelgaruppskriftin er mætt og hún er virkilega gómsæt. Fullhlaðið nachos með kjúklingi, svörtum baunum, maís, ostasósu og salsasósu. Frábær réttur…