Það eru alltaf einhver ný „trend“ í matarbloggheiminum og þetta er klárlega nýjasta nýtt! Ég hef gert ýmsar ídýfur með rjómaosti en aldrei neitt svona súper einfalt og gott!
Smyrjið rjómaostinum á bakka.
Kryddið með Sesamgaldri.
Skvettið smá Organic Liquid (báðum bragðtegundum) yfir allt saman.
Stráið góðri lúku af Cheddar osti næst yfir, stökku beikoni og að lokum vorlauk.
Skerið niður í strimla það sem við á og dýfið í rjómaostablönduna.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki