fbpx

Rjómalöguð fiskisúpa með chili

Bragðgóð rjómalöguð fiskisúpa með chili.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Uppskrift fyrir 4
 ca. 800 g góður þéttur fiskur, skorin í hæfilega stóra bita (ég notaði 400 g af þorskhnakka og 400 g af blálöngu)
 olía til steikingar Filippo Berio
 1 rauðlaukur, saxaður smátt
 1 rauður chili, fræhreinsaður og saxaður smátt
 1/2 gul paprika, skorin í bita
 1/2 rauð paprika, skorin í bita
 5 dl fiskisoð
 2 dl rjómi
 200 g Philadelphia ostur með sweet chili
 3/4 dl tómatpúrra frá Hunt’s
 ca. 20-30 g kóríander, blöðin söxuð
 2 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð
 1/2 tsk chili-krydd
 1/2 tsk engifer
 1/4 tsk cumin
 1 msk sykur (má sleppa)
 1/2 – 1 msk kartöflumjöl (má sleppa)
 salt & pipar

Leiðbeiningar

1

Laukur, chili og paprika steikt í stórum potti þar til mjúkt. Þá er rjómaostinum, fiskikraftinum, rjómanum, tómatpúrrunni, kryddunum og sykrinum bætt út í. Því næst er kóríander bætt út í súpuna og suðan látin koma upp. Hvítlauknum er svo bætt beint út í súpuna. Hrært vel og súpan látin malla í ca. 5 mínútur. Til þess að þykkja súpuna er hægt að hræra karföflumjölið út í örlitlu vatni og bæta svo út í súpuna.

2

Að lokum er fisknum bætt út í súpuna og hún látin malla í nokkrar mínútur í viðbót þar til fiskurinn er soðin í gegn. Súpan er smökkuð til með salti og pipar og jafnvel bætt við meira af kryddunum af hráefnalistanum.

3

Súpan er borin fram með góðu brauði.

DeilaTístaVista

Hráefni

Uppskrift fyrir 4
 ca. 800 g góður þéttur fiskur, skorin í hæfilega stóra bita (ég notaði 400 g af þorskhnakka og 400 g af blálöngu)
 olía til steikingar Filippo Berio
 1 rauðlaukur, saxaður smátt
 1 rauður chili, fræhreinsaður og saxaður smátt
 1/2 gul paprika, skorin í bita
 1/2 rauð paprika, skorin í bita
 5 dl fiskisoð
 2 dl rjómi
 200 g Philadelphia ostur með sweet chili
 3/4 dl tómatpúrra frá Hunt’s
 ca. 20-30 g kóríander, blöðin söxuð
 2 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð
 1/2 tsk chili-krydd
 1/2 tsk engifer
 1/4 tsk cumin
 1 msk sykur (má sleppa)
 1/2 – 1 msk kartöflumjöl (má sleppa)
 salt & pipar

Leiðbeiningar

1

Laukur, chili og paprika steikt í stórum potti þar til mjúkt. Þá er rjómaostinum, fiskikraftinum, rjómanum, tómatpúrrunni, kryddunum og sykrinum bætt út í. Því næst er kóríander bætt út í súpuna og suðan látin koma upp. Hvítlauknum er svo bætt beint út í súpuna. Hrært vel og súpan látin malla í ca. 5 mínútur. Til þess að þykkja súpuna er hægt að hræra karföflumjölið út í örlitlu vatni og bæta svo út í súpuna.

2

Að lokum er fisknum bætt út í súpuna og hún látin malla í nokkrar mínútur í viðbót þar til fiskurinn er soðin í gegn. Súpan er smökkuð til með salti og pipar og jafnvel bætt við meira af kryddunum af hráefnalistanum.

3

Súpan er borin fram með góðu brauði.

Rjómalöguð fiskisúpa með chili

Aðrar spennandi uppskriftir