fbpx

Rjómalagað pasta með sólþurrkuðum tómötum

Þessi réttur er einfaldur og dásamlega góður, fullkominn í haust þegar manni langar í eitthvað djúsí og gott. Rjómalagað pasta með sólþurrkuðum tómötum, sveppum og kjúklingi.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 400 g De Cecco penne pasta
 3 stk Kjúklingabringur + 1 tsk salt + 1/4 tsk pipar
 Filippo Berio ólífuolía
 1 stk laukur
 4 stk hvítlauksrif
 200 g sveppir
 1 dl sólþurrkaðir tómatar
 250 ml rjómi
 1 stk parmesan ostur
 pastavatn eftir smekk
 2 msk fersk basilika + til að toppa réttinn með

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklingabringurnar í bita.

2

Skerið laukinn, hvítlaukinn, sveppina og sólþurrkuðu tómatana.

3

Hitið pönnu á meðalhita með smá olíu og steikið kjúklingabitana þar til þeir eru eldaðir í gegn. Kryddið með salti og pipar. Takið þá af pönnunni og leggið til hliðar.

4

Á sömu pönnu, bætið við smá olíu og steikið laukinn þar til hann er mjúkur og glær. Bætið hvítlauknum og sveppunum við og steikið þar til sveppirnir hafa losað sig við vökvann og eru fallega gullinbrúnir.

5

Bætið sólþurrkuðum tómötum út á pönnuna og hellið rjómanum yfir. Bætið parmesan osti saman við, kjúklingakrafti og kryddið með salt og pipar eftir smekk. Látið malla í 3-4 mínútur þar til sósan hefur þykknað örlítið

6

Bætið kjúklingabitunum aftur á pönnuna og hrærið vel saman við sósuna. Bætið pastavatni saman við sósuna ef að þið viljið þynna hana aðeins.

7

Á meðan sósan mallar, sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum. Hellið vatninu frá og blandið pastanu saman við sósuna.

8

Rífið ferskan parmesan ost yfir pastaréttinn, toppið með ferskri basiliku og njótið.


Uppskrift eftir Hildi Rut

MatreiðslaMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 400 g De Cecco penne pasta
 3 stk Kjúklingabringur + 1 tsk salt + 1/4 tsk pipar
 Filippo Berio ólífuolía
 1 stk laukur
 4 stk hvítlauksrif
 200 g sveppir
 1 dl sólþurrkaðir tómatar
 250 ml rjómi
 1 stk parmesan ostur
 pastavatn eftir smekk
 2 msk fersk basilika + til að toppa réttinn með

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklingabringurnar í bita.

2

Skerið laukinn, hvítlaukinn, sveppina og sólþurrkuðu tómatana.

3

Hitið pönnu á meðalhita með smá olíu og steikið kjúklingabitana þar til þeir eru eldaðir í gegn. Kryddið með salti og pipar. Takið þá af pönnunni og leggið til hliðar.

4

Á sömu pönnu, bætið við smá olíu og steikið laukinn þar til hann er mjúkur og glær. Bætið hvítlauknum og sveppunum við og steikið þar til sveppirnir hafa losað sig við vökvann og eru fallega gullinbrúnir.

5

Bætið sólþurrkuðum tómötum út á pönnuna og hellið rjómanum yfir. Bætið parmesan osti saman við, kjúklingakrafti og kryddið með salt og pipar eftir smekk. Látið malla í 3-4 mínútur þar til sósan hefur þykknað örlítið

6

Bætið kjúklingabitunum aftur á pönnuna og hrærið vel saman við sósuna. Bætið pastavatni saman við sósuna ef að þið viljið þynna hana aðeins.

7

Á meðan sósan mallar, sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum. Hellið vatninu frá og blandið pastanu saman við sósuna.

8

Rífið ferskan parmesan ost yfir pastaréttinn, toppið með ferskri basiliku og njótið.

Rjómalagað pasta með sólþurrkuðum tómötum

Aðrar spennandi uppskriftir