Þessi útgáfa af rjómalöguðu kjúklingapasta er fljótleg og ljúffeng um leið og hún er gúrme!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið kjúklingabringur í strimla/bita á einn disk og sveppi, lauk og hvítlauk á annan.
Sjóðið pastaskrúfurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka (Al Dente) og steikið á meðan kjúklingabringurnar og grænmetið.
Byrjið á kjúklingabitunum, steikið þá upp úr vel af ólífuolíu og kryddið eftir smekk, setjið á disk/í skál þegar þeir eru tilbúnir.
Bætið vænni smjörklípu á pönnuna (óþarfi að þrífa hana á milli) og steikið sveppi, lauk og hvítlauk þar til mýkist. Kryddið eftir smekk og hellið loks yfir á sama disk/skál og kjúklingabitarnir eru í.
Hellið næst um helming rjómans á pönnuna og bætið við piparosti og rjómaosti, hrærið vel þar til ostarnir hafa bráðnað og bætið þá restinni af rjómanum á pönnuna.
Bætið nautakrafti og sítrónusafa í sósuna og kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti.
Þegar sósan er tilbúin má hella pastaskrúfum, kjúklingi og grænmeti saman við hana og blanda öllu lauslega saman.
Gott er að bera pastaréttinn fram með rifnum parmesan osti og nýbökuðu snittubrauði.
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið kjúklingabringur í strimla/bita á einn disk og sveppi, lauk og hvítlauk á annan.
Sjóðið pastaskrúfurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka (Al Dente) og steikið á meðan kjúklingabringurnar og grænmetið.
Byrjið á kjúklingabitunum, steikið þá upp úr vel af ólífuolíu og kryddið eftir smekk, setjið á disk/í skál þegar þeir eru tilbúnir.
Bætið vænni smjörklípu á pönnuna (óþarfi að þrífa hana á milli) og steikið sveppi, lauk og hvítlauk þar til mýkist. Kryddið eftir smekk og hellið loks yfir á sama disk/skál og kjúklingabitarnir eru í.
Hellið næst um helming rjómans á pönnuna og bætið við piparosti og rjómaosti, hrærið vel þar til ostarnir hafa bráðnað og bætið þá restinni af rjómanum á pönnuna.
Bætið nautakrafti og sítrónusafa í sósuna og kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti.
Þegar sósan er tilbúin má hella pastaskrúfum, kjúklingi og grænmeti saman við hana og blanda öllu lauslega saman.
Gott er að bera pastaréttinn fram með rifnum parmesan osti og nýbökuðu snittubrauði.