fbpx

Rjómalagað kjúklingapasta

Þessi útgáfa af rjómalöguðu kjúklingapasta er fljótleg og ljúffeng um leið og hún er gúrme!

Magn6 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 500 g DeCecco Fusilli pastaskrúfur
 3 stk Rose Poultry kjúklingabringur
 500 g blandaðir sveppir (t.d portobello, kastaníu, venjulegir)
 1 stk rauðlaukur
 2 stk hvítlauksrif
 600 ml rjómi
 1 stk piparostur (rifinn)
 100 g Philadelphia rjómaostur
 1 msk fljótandi Oscar nautakraftur
 2 tsk sítrónusafi
 Ólífuolía til steikingar
 Smjör til steikingar
 Salt, pipar og hvítlauksduft
Meðlæti
 1 stk Parmareggio parmesan ostur
 1 stk snittubrauð

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklingabringur í strimla/bita á einn disk og sveppi, lauk og hvítlauk á annan.

2

Sjóðið pastaskrúfurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka (Al Dente) og steikið á meðan kjúklingabringurnar og grænmetið.

3

Byrjið á kjúklingabitunum, steikið þá upp úr vel af ólífuolíu og kryddið eftir smekk, setjið á disk/í skál þegar þeir eru tilbúnir.

4

Bætið vænni smjörklípu á pönnuna (óþarfi að þrífa hana á milli) og steikið sveppi, lauk og hvítlauk þar til mýkist. Kryddið eftir smekk og hellið loks yfir á sama disk/skál og kjúklingabitarnir eru í.

5

Hellið næst um helming rjómans á pönnuna og bætið við piparosti og rjómaosti, hrærið vel þar til ostarnir hafa bráðnað og bætið þá restinni af rjómanum á pönnuna.

6

Bætið nautakrafti og sítrónusafa í sósuna og kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti.

7

Þegar sósan er tilbúin má hella pastaskrúfum, kjúklingi og grænmeti saman við hana og blanda öllu lauslega saman.

8

Gott er að bera pastaréttinn fram með rifnum parmesan osti og nýbökuðu snittubrauði.


DeilaTístaVista

Hráefni

 500 g DeCecco Fusilli pastaskrúfur
 3 stk Rose Poultry kjúklingabringur
 500 g blandaðir sveppir (t.d portobello, kastaníu, venjulegir)
 1 stk rauðlaukur
 2 stk hvítlauksrif
 600 ml rjómi
 1 stk piparostur (rifinn)
 100 g Philadelphia rjómaostur
 1 msk fljótandi Oscar nautakraftur
 2 tsk sítrónusafi
 Ólífuolía til steikingar
 Smjör til steikingar
 Salt, pipar og hvítlauksduft
Meðlæti
 1 stk Parmareggio parmesan ostur
 1 stk snittubrauð

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklingabringur í strimla/bita á einn disk og sveppi, lauk og hvítlauk á annan.

2

Sjóðið pastaskrúfurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka (Al Dente) og steikið á meðan kjúklingabringurnar og grænmetið.

3

Byrjið á kjúklingabitunum, steikið þá upp úr vel af ólífuolíu og kryddið eftir smekk, setjið á disk/í skál þegar þeir eru tilbúnir.

4

Bætið vænni smjörklípu á pönnuna (óþarfi að þrífa hana á milli) og steikið sveppi, lauk og hvítlauk þar til mýkist. Kryddið eftir smekk og hellið loks yfir á sama disk/skál og kjúklingabitarnir eru í.

5

Hellið næst um helming rjómans á pönnuna og bætið við piparosti og rjómaosti, hrærið vel þar til ostarnir hafa bráðnað og bætið þá restinni af rjómanum á pönnuna.

6

Bætið nautakrafti og sítrónusafa í sósuna og kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti.

7

Þegar sósan er tilbúin má hella pastaskrúfum, kjúklingi og grænmeti saman við hana og blanda öllu lauslega saman.

8

Gott er að bera pastaréttinn fram með rifnum parmesan osti og nýbökuðu snittubrauði.

Rjómalagað kjúklingapasta

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…