Einfalt er oft best. Þessi uppskrift er dásamleg fyrir alla sveppaunnendur og er fullkominn réttur fyrir jólaannríkið. Hún er einföld, fljótleg og ótrúlega ljúffeng – passar bæði á virkum dögum og þegar þú vilt gleðja fjölskyldu eða gesti í desember. Það er einnig gott að bæta smávegis af rifnum sítrónubörk fyrir ferskleika eða smá chiliflögum fyrir kryddaðri útgáfu. Mæli með að bera fram með góðu hvítvínsglasi og njóta vel í aðventunni.
Sjóðið fusilli í potti með söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu, þar til það er „al dente“. Sigtið vatnið frá en geymið ½ dl af pastavatninu
Hitið ólífuolíu á stórri pönnu við meðalháan hita. Bætið fínsöxuðum lauk á pönnuna og steikið þar til hann verður glær.
Setjið sneidda sveppi út í og eldið þar til þeir sleppa safanum sínum og hann gufar upp.
Bætið smjöri og pressuðum hvítlauk saman við. Eldið þar til smjörið er bráðið.
Hellið rjómanum út í ásamt parmesan ostinum og kryddið með salti og svörtum pipar. Látið malla í um 5 mínútur.
Setjið fusilli út í og blandið öllu vel saman. Bætið pastavatni smám saman við þar til sósan er silkimjúk og kremuð.
Berið fram með klettasalati og sneiðum eða rifnum parmesanosti.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki