Ritz kex með Milka góðgæti

  ,   

febrúar 5, 2021

Girnilegt, einfalt og súper bragðgott!

  • Undirbúningur: 5 mín
  • Eldun: 5 mín
  • 5 mín

    5 mín

    10 mín

Hráefni

1 pakki Ritz kex

1 plata Milka súkkulaði að eigin vali (ég notaði Toffee Creme)

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 180°c.

2Raðið ritz kexum á bökunarplötu.

3Raðið Milka súkkulaðibitum að eigin vali ofan á kexin. Ég notaði Toffee Creme sem kemur mjög vel út, karamellan bráðnaði vel og gerði smá auka touch.

4Sett inn í ofn á 180 gráðum í 5 mínútur eða þar til súkkulaðið er orðið mjúkt, en ekki bráðnað.

5Svo er platan tekin út og annað kex sett strax ofaná.

6Mæli með að láta kólna og borða þegar súkkulaðið og karamellan hefur harnað aðeins.

Uppskrift frá Emblu Wigum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

OREO terta

Það er eitthvað við Oreo sem erfitt er að standast. Það er eins og það verði einhvern veginn allt gott sem það er sett í hvort sem það er mjólkurhristingur, súkkulaðimús, ostakaka eða hvað. Þessi kaka er blaut í sér og kremið guðdómlegt. Hægt er að baka og frysta botnana með fyrirvara og hræra krem og skreyta deginum áður, kakan geymist vel í kæli svona kremhjúpuð.

Litlar OREO ostakökur

Ómótstæðileg OREO ostakaka með Milka súkkulaði í fullkominni skammtastærð fyrir einn.

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Mjúkir kanilsnúðar með Dumle karamellusósu.