fbpx

Risarækjutaco með avacadosalsa og kóríandersósu

Geggjað risarækjutaco með avacado salsa og kóríandersósu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Risarækjutaco með avacadosalsa og kóríandersósu
 660 g risarækja
 2 msk ólífuolía frá Filippo Berio
 2 hvítlauksrif
 1 tsk cumin
 1 tsk chilíduft
 1/2 tsk hvítlauksduft
 1/2 tsk sjávarsalt
 límónusafi
Avacadosalsa
 250 g kirsuberjatómatar
 3 avacado, skorin í bita
 1 jalapeno, fræhreinsað og saxað
 salt og pipar
 safi úr hálfri límónu
 ferskt kóríander, saxað
Kóríandersósa
 1 dós 5% sýrður rjómi
 2 msk smátt saxað kóríander
 1 msk límónusafi
 12 tortillur frá Mission t.d. með grillrönd

Leiðbeiningar

1

Afþýðir rækjurnar. Hrærið saman ólífuolíu, hvítlauk, cumin, chilí, hvítlauksduft og smakkið til með salti. Setjið rækjurnar saman við og marinerið eins lengi og tími leyfir, frá 10 mínútum í allt að sólahring.

2

Hitið olíu á pönnu og steikið rækjurnar á háum hita þar til þær eru orðnar fallega bleikar á lit eða í 4-5 mínútur. Takið af hitanum og kreistið límónusafa yfir rækjurnar.

3

Gerið avacadosalsa með því að blanda öllu saman og kreista límónu yfir og salta og pipra.

4

Best er að gera hana rétt áður en rétturinn er borinn fram því annars missir avacadoið sinn fallega lit. En ef þið þurfið að geyma þetta í smá tíma er gott að láta steininn úr avacadoinu í skálina og plastfilmu yfir allt.

5

Gerið sósuna með því að hræra öllu vel saman.

6

Hitið tortillurnar og setjið avacadosalsa, risarækjur og sósuna yfir allt. Stráið fersku kóríander yfir og berið fram fersku kóríander.

DeilaTístaVista

Hráefni

Risarækjutaco með avacadosalsa og kóríandersósu
 660 g risarækja
 2 msk ólífuolía frá Filippo Berio
 2 hvítlauksrif
 1 tsk cumin
 1 tsk chilíduft
 1/2 tsk hvítlauksduft
 1/2 tsk sjávarsalt
 límónusafi
Avacadosalsa
 250 g kirsuberjatómatar
 3 avacado, skorin í bita
 1 jalapeno, fræhreinsað og saxað
 salt og pipar
 safi úr hálfri límónu
 ferskt kóríander, saxað
Kóríandersósa
 1 dós 5% sýrður rjómi
 2 msk smátt saxað kóríander
 1 msk límónusafi
 12 tortillur frá Mission t.d. með grillrönd

Leiðbeiningar

1

Afþýðir rækjurnar. Hrærið saman ólífuolíu, hvítlauk, cumin, chilí, hvítlauksduft og smakkið til með salti. Setjið rækjurnar saman við og marinerið eins lengi og tími leyfir, frá 10 mínútum í allt að sólahring.

2

Hitið olíu á pönnu og steikið rækjurnar á háum hita þar til þær eru orðnar fallega bleikar á lit eða í 4-5 mínútur. Takið af hitanum og kreistið límónusafa yfir rækjurnar.

3

Gerið avacadosalsa með því að blanda öllu saman og kreista límónu yfir og salta og pipra.

4

Best er að gera hana rétt áður en rétturinn er borinn fram því annars missir avacadoið sinn fallega lit. En ef þið þurfið að geyma þetta í smá tíma er gott að láta steininn úr avacadoinu í skálina og plastfilmu yfir allt.

5

Gerið sósuna með því að hræra öllu vel saman.

6

Hitið tortillurnar og setjið avacadosalsa, risarækjur og sósuna yfir allt. Stráið fersku kóríander yfir og berið fram fersku kóríander.

Risarækjutaco með avacadosalsa og kóríandersósu

Aðrar spennandi uppskriftir