Risarækjusnittur með Tabasco sósu

Risarækjur í Tabasco ofan á súrdeigs baguette með tómötum, avókadó, salati og ljúffengri sósu. Leikur við bragðlaukana! Mæli með að bera fram með ísköldu Cava og njóta í botn!

 270 g Risarækjur (c.a 32stk)
 1 msk Tabasco sósa
 Hvítlauksduft, laukduft, salt og pipar
 1 msk ólífuolía
 16 stk sneiðar af súrdeigs baguette
 40 g smjör + 2 hvítlauksrif
 150 g tómatar medley eða kirsuberja
 1 stk avókadó
 salat
 steinselja
Sósa
 ½ dl Heinz majónes
 2 msk sýrður rjómi
 2 msk safi úr sítrónu
 1 msk Tabasco sósa (eða magn eftir smekk)
 Hvítlauksduft, laukduft, salt og pipar

1

Byrjið á því að blanda saman risarækjum, Tabasco sósu, ólífuolíu, hvítlauksdufti, laukdufti, salti og pipar í skál. Leyfið þessu að marinerast á meðan þið útbúið restina.

2

Hrærið öllum hráefnunum saman í sósuna. Kryddið eftir smekk og bætið viðð Tabasco sósu eftir smekk. Smakkið ykkur til.

3

Smátt skerið tómata og avókadó.

4

Penslið baguette sneiðarnar með bræddu smjöri og hvítlauk. Dreifið á bökunarplötu með bökunarpappír og bakið í 7-10 mínútur eða þar til brauðið er orðið stökkt.

5

Steikið risarækjurnar upp úr ólífuolíu á vel heitri pönnu þar til að þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn.

6

Smyrjið sneiðarnar með sósunni. Rífið salatið og dreifið yfir hverja sneið eftir smekk.

7

Því næst dreifið tómötum, avókadó, tveimur risarækjum, smá sósu og steinselju yfir salatið.

8

Berið fram með meiri sósu og njótið.