Þessi réttur er virkilega fljótlegur (tekur ca 15 mín að útbúa) og það setja humarkraftinn útí sósuna færir sósuna á það stig að það yrði enginn ósáttur við að fá þennan rétt á veitingastað.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Steikið rækjurnar uppúr 2 msk af olíu á heitri pönnu. Takið af og látið til hliðar
Steikið því næst saxaðan hvítlauk, skarlottulauk, kokteiltómata, sólþurrkaða tómata í ca 3 mín, hækkið vel á pönnunni og hellið hvítvíninu útá (ég notaði hvítvín sem fæst orðið í flestum búðum eins og Krónunni og Bónus - það kemur saltað og piprað og er ekki ætlað til drykkju þó það sé áfengt)
Leyfið þessu að sjóða hressilega í um 2 mínútur eða þar til að mesta hvítvínið hefur gufað upp.
Látið 200 ml af rjóma útá, 1 msk af pestóinu og 1 msk af fljótandi humarkrafti. Ég þurfti ekki að salta þarna en bætti við smá pipar.
Setjið rækjurnar útá
Sjóðið í 5 mín á vægum hita
Skerið basilíkuna í strimla og hrærið samanvið
Borið fram með nýbökuðu brauði sem notað er til að drekka í sig rjómasósuna og nýrifnum parmesan sem rifinn er yfir sósuna og rækjurnar þegar þær eru komnar disk hvers og eins.
Hráefni
Leiðbeiningar
Steikið rækjurnar uppúr 2 msk af olíu á heitri pönnu. Takið af og látið til hliðar
Steikið því næst saxaðan hvítlauk, skarlottulauk, kokteiltómata, sólþurrkaða tómata í ca 3 mín, hækkið vel á pönnunni og hellið hvítvíninu útá (ég notaði hvítvín sem fæst orðið í flestum búðum eins og Krónunni og Bónus - það kemur saltað og piprað og er ekki ætlað til drykkju þó það sé áfengt)
Leyfið þessu að sjóða hressilega í um 2 mínútur eða þar til að mesta hvítvínið hefur gufað upp.
Látið 200 ml af rjóma útá, 1 msk af pestóinu og 1 msk af fljótandi humarkrafti. Ég þurfti ekki að salta þarna en bætti við smá pipar.
Setjið rækjurnar útá
Sjóðið í 5 mín á vægum hita
Skerið basilíkuna í strimla og hrærið samanvið
Borið fram með nýbökuðu brauði sem notað er til að drekka í sig rjómasósuna og nýrifnum parmesan sem rifinn er yfir sósuna og rækjurnar þegar þær eru komnar disk hvers og eins.