fbpx

Risarækjur með hvítlauk, hunangi og reyktri papriku

Bragðgóðar risarækjur sem hægt er að bera fram með spaghetti eða baguett brauði.

Magn4 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 600 g risaækjur
 Filippo Berio ólífuolía
 4 stk hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
 1,50 tsk reykt paprika
 1 tsk Rowse hunang
 salt og svartur pipar
Borið fram með
 De Cecco spaghetti eða baguett brauði

Leiðbeiningar

1

Þerrið risarækjurnar með viskustykki eða bréfþurrkum og látið í skál. Setjið 1 msk af ólífuolíu saman við og kryddið með salti og pipar.

2

Hitið pönnu á hæsta hita þar til hún er vel heit. Látið þá hluta af risarækjunum út á pönnuna og hafið bil á milli þeirra. Eldið rækjurnar í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni þegar þær eru orðnar bleikar og smá brúnaðar og látið í skál.

3

Þegar þið hafið eldað rækjurnar látið 2 msk af ólífuolíu á sömu pönnu (ekki þrífa hana á milli). Steikið hvítlauk í 1 mínútu eða þar til hann hefur brúnast örlítið. Bætið þá reyktri papriku og hunangi saman við. Bætið risarækjunum út á pönnuna og veltið upp úr leginum.

4

Smakkið til með salti og pipar og berið fram strax.


DeilaTístaVista

Hráefni

 600 g risaækjur
 Filippo Berio ólífuolía
 4 stk hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
 1,50 tsk reykt paprika
 1 tsk Rowse hunang
 salt og svartur pipar
Borið fram með
 De Cecco spaghetti eða baguett brauði

Leiðbeiningar

1

Þerrið risarækjurnar með viskustykki eða bréfþurrkum og látið í skál. Setjið 1 msk af ólífuolíu saman við og kryddið með salti og pipar.

2

Hitið pönnu á hæsta hita þar til hún er vel heit. Látið þá hluta af risarækjunum út á pönnuna og hafið bil á milli þeirra. Eldið rækjurnar í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni þegar þær eru orðnar bleikar og smá brúnaðar og látið í skál.

3

Þegar þið hafið eldað rækjurnar látið 2 msk af ólífuolíu á sömu pönnu (ekki þrífa hana á milli). Steikið hvítlauk í 1 mínútu eða þar til hann hefur brúnast örlítið. Bætið þá reyktri papriku og hunangi saman við. Bætið risarækjunum út á pönnuna og veltið upp úr leginum.

4

Smakkið til með salti og pipar og berið fram strax.

Risarækjur með hvítlauk, hunangi og reyktri papriku

Aðrar spennandi uppskriftir