Djúsí tortilla vefjur fylltar með risaækjum, mangó salsa og hvítlauks-lime sósu. Þessa uppskrift verðið þið að prófa við fyrsta tækifæri.

Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Þerrið rækjurnar á hreinu eldhússtykki eða með eldhúspappír. Setjið rækjurnar svo í skál með smá olíu og salti. Pressið 1 hvítlauksrif saman við og blandið vel saman. Látið marinerast á meðan unnið er í öðru.
Hrærið saman sýrðum rjóma og majónesi. Rífið börkinn af límónunni og pressið 1 hvítlauksrif. Hrærið límónuberki og pressuðum hvítlauk saman við sósuna ásamt 1 msk a límónusafa. Smakkið til með salti og meiri límónusafa ef þarf.
Skerið mangó og tómata í litla bita, saxið kóríander (líka stilkana) og sneiðið rauðlauk í þunna strimla. Blandið saman í skál.
Hitið um 1 msk af olíu við meðalháan hita. Steikið rækjurnar í 2 mín á annari hliðinin og svo 1-2 mín á hinni hliðinni eða þar til þær eru eldaðar í gegn. Þetta er best að gera í 2 skömmtum svo rækjurnar steikist sem best. Smakkið til með salti og kreistu af límónusafa.
Hitið tortilla kökur í stutta stund eftir leiðbeiningum á umbúðum og sneiðið avacado.
Raðið klettasalati, rækjum, mangó salsa, avacado og hvítlauks lime sósu í tortillurnar og berið fram.
Uppskriftin er eftir Snorra Guðmundsson
Hráefni
Leiðbeiningar
Þerrið rækjurnar á hreinu eldhússtykki eða með eldhúspappír. Setjið rækjurnar svo í skál með smá olíu og salti. Pressið 1 hvítlauksrif saman við og blandið vel saman. Látið marinerast á meðan unnið er í öðru.
Hrærið saman sýrðum rjóma og majónesi. Rífið börkinn af límónunni og pressið 1 hvítlauksrif. Hrærið límónuberki og pressuðum hvítlauk saman við sósuna ásamt 1 msk a límónusafa. Smakkið til með salti og meiri límónusafa ef þarf.
Skerið mangó og tómata í litla bita, saxið kóríander (líka stilkana) og sneiðið rauðlauk í þunna strimla. Blandið saman í skál.
Hitið um 1 msk af olíu við meðalháan hita. Steikið rækjurnar í 2 mín á annari hliðinin og svo 1-2 mín á hinni hliðinni eða þar til þær eru eldaðar í gegn. Þetta er best að gera í 2 skömmtum svo rækjurnar steikist sem best. Smakkið til með salti og kreistu af límónusafa.
Hitið tortilla kökur í stutta stund eftir leiðbeiningum á umbúðum og sneiðið avacado.
Raðið klettasalati, rækjum, mangó salsa, avacado og hvítlauks lime sósu í tortillurnar og berið fram.