fbpx

Risarækju linguini með sítrónu, rósmarín & hvítlauk

Þessi pastaréttur er í miklu uppáhaldi hjá mér enda er hann dásamlega bragðgóður, einfaldur og einstaklega fljótlegur. Smakkast eins og besti pastaréttur á veitingastað og fallegur að bera fram. Það er tilvalið að skella í þennan fyrir saumaklúbbinn eða bera fram á heimastefnumóti og njóta í góðum félagsskap. Bragðið af sítrónunni er alveg passlegt og sómir sér ljómandi vel kryddunum og risarækjunum. Ég mæli eindregið með því að prófa þennan næst þegar ykkur langar að bera fram eitthvað gott og fallegt.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 350 g linguini pasta
 450 g frosnar risarækjur, ósoðnar
 Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
 2 msk ólífuolía
 2 msk smjör
 3 stk hvítlauksgeirar
 ½ stk laukur, meðalstór
 1 stk sítróna, börkurinn og safinn
 1 dl fersk steinselja, söxuð smátt
 1,50 msk fljótandi rósmarín frá Organic Liquid
 1 tsk fljótandi chili frá Organic Liquid
 150 ml hvítvín
 150 ml rjómi
 125 ml pastavatn

Leiðbeiningar

1

Takið rækjurnar úr frysti og þýðið.

2

Byrjið á því að setja vatn í pott og saltið ríflega. Þegar suðan kemur upp setjið þið linguini pastað í pottinn og sjóðið þar til það er al dente.

3

Saxið laukinn smátt og setjið til hliðar. Saxið einnig hvítlaukinn og steinseljuna og geymið. Varist að blanda lauknum við hvítlaukinn og steinseljuna því hann er steiktur sér.

4

Setjið ólífuolíu á pönnu og hitið. Bætið rækjunum saman við og saltið og piprið. Steikið þar til þær eru orðnar bleikar og takið þær þá af pönnunni.

5

Bætið ólífuolíu út á pönnuna og setjið laukinn út á. Steikið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur og aðeins farinn að brúnast.

6

Setjið þá hvítlaukinn, steinseljuna, fljótandi rósmarín og chili, sítrónubörk og sítrónusafa út á pönnuna og steikið í 3-4 mín á vægum hita.

7

Bætið hvítvíni út á pönnuna og látið malla áfram í 2-3 mín í viðbót.

8

Setjið þá rækjurnar út á pönnuna ásamt rjómanum.

9

Setjið þá pastað út á pönnuna og veltið öllu saman. Það er gott að setja aðeins af pastavatni saman við til þess að sósan loði betur við pastað. Smakkið til með salti og pipar.

Berið fram með góðu hvítvíni og jafnvel snittubrauði.


Uppskrift eftir Völlu Gröndal

Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 350 g linguini pasta
 450 g frosnar risarækjur, ósoðnar
 Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
 2 msk ólífuolía
 2 msk smjör
 3 stk hvítlauksgeirar
 ½ stk laukur, meðalstór
 1 stk sítróna, börkurinn og safinn
 1 dl fersk steinselja, söxuð smátt
 1,50 msk fljótandi rósmarín frá Organic Liquid
 1 tsk fljótandi chili frá Organic Liquid
 150 ml hvítvín
 150 ml rjómi
 125 ml pastavatn

Leiðbeiningar

1

Takið rækjurnar úr frysti og þýðið.

2

Byrjið á því að setja vatn í pott og saltið ríflega. Þegar suðan kemur upp setjið þið linguini pastað í pottinn og sjóðið þar til það er al dente.

3

Saxið laukinn smátt og setjið til hliðar. Saxið einnig hvítlaukinn og steinseljuna og geymið. Varist að blanda lauknum við hvítlaukinn og steinseljuna því hann er steiktur sér.

4

Setjið ólífuolíu á pönnu og hitið. Bætið rækjunum saman við og saltið og piprið. Steikið þar til þær eru orðnar bleikar og takið þær þá af pönnunni.

5

Bætið ólífuolíu út á pönnuna og setjið laukinn út á. Steikið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur og aðeins farinn að brúnast.

6

Setjið þá hvítlaukinn, steinseljuna, fljótandi rósmarín og chili, sítrónubörk og sítrónusafa út á pönnuna og steikið í 3-4 mín á vægum hita.

7

Bætið hvítvíni út á pönnuna og látið malla áfram í 2-3 mín í viðbót.

8

Setjið þá rækjurnar út á pönnuna ásamt rjómanum.

9

Setjið þá pastað út á pönnuna og veltið öllu saman. Það er gott að setja aðeins af pastavatni saman við til þess að sósan loði betur við pastað. Smakkið til með salti og pipar.

Berið fram með góðu hvítvíni og jafnvel snittubrauði.

Risarækju linguini með sítrónu, rósmarín & hvítlauk

Aðrar spennandi uppskriftir