fbpx

Ris a la mande

Hér er á ferðinni stórkostlegur og silkimjúkur Ris a la mande grautur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 330 g Tilda Long Grain hrísgrjón (ósoðin)
 1, 6 l nýmjólk
 2 vanillustangir
 1 msk. smjör
 2 msk. sykur
 ½ tsk. salt
Önnur hráefni
 250 ml rjómi
 70 g flórsykur
 100 g ristaðar möndluflögur
 Kirsuberjasósa

Leiðbeiningar

1

Bræðið smjörið í stórum potti og hellið mjólkinni næst saman við og hitið að suðu.

2

Þá má hræra hrísgrjónunum saman við og gott er að hræra nokkrum sinnum í þeim fyrstu mínúturnar til að þau festist síður við botninn.

3

Lækkið hitann vel niður og bætið sykri og salti í pottinn.

4

Skafið fræin úr vanillustöngunum og bætið saman við og leyfið stöngunum sjálfum að malla með í pottinum (takið þær síðan úr í lokin).

5

Grauturinn má malla við vægan hita í um 35 mínútur og gott er að hræra í honum nokkrum sinnum á meðan.

6

Grautinn þarf síðan að kæla áður en öðrum hráefnum er hrært saman við hann. Hægt er að útbúa grautinn sjálfan deginum áður og geyma í kæli.

Önnur hráefni
7

Léttþeytið saman rjóma og flórsykur og vefjið varlega saman við kældan grautinn. Gott er að brjóta grautinn fyrst upp með gaffli.

8

Setjið graut í fallegar skálar/glös, kirsuberjasósu yfir og að lokum ristaðar möndluflögur.


Uppskrift frá Gotterí.

DeilaTístaVista

Hráefni

 330 g Tilda Long Grain hrísgrjón (ósoðin)
 1, 6 l nýmjólk
 2 vanillustangir
 1 msk. smjör
 2 msk. sykur
 ½ tsk. salt
Önnur hráefni
 250 ml rjómi
 70 g flórsykur
 100 g ristaðar möndluflögur
 Kirsuberjasósa

Leiðbeiningar

1

Bræðið smjörið í stórum potti og hellið mjólkinni næst saman við og hitið að suðu.

2

Þá má hræra hrísgrjónunum saman við og gott er að hræra nokkrum sinnum í þeim fyrstu mínúturnar til að þau festist síður við botninn.

3

Lækkið hitann vel niður og bætið sykri og salti í pottinn.

4

Skafið fræin úr vanillustöngunum og bætið saman við og leyfið stöngunum sjálfum að malla með í pottinum (takið þær síðan úr í lokin).

5

Grauturinn má malla við vægan hita í um 35 mínútur og gott er að hræra í honum nokkrum sinnum á meðan.

6

Grautinn þarf síðan að kæla áður en öðrum hráefnum er hrært saman við hann. Hægt er að útbúa grautinn sjálfan deginum áður og geyma í kæli.

Önnur hráefni
7

Léttþeytið saman rjóma og flórsykur og vefjið varlega saman við kældan grautinn. Gott er að brjóta grautinn fyrst upp með gaffli.

8

Setjið graut í fallegar skálar/glös, kirsuberjasósu yfir og að lokum ristaðar möndluflögur.

Ris a la mande

Aðrar spennandi uppskriftir