Ótrúlega einfalt að gera þessa bita og tekur enga stund. Aðdáendur hnetusmjörs og súkkulaði tvennunar verða alls ekki sviknir af þessum bitum!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að setja bökunarpappír í mót sem er ca. 25x25cm
Setjið Oreo kexið í matvinnsluvél og hakkið í mylsnu.
Bræðið smjörið og blandið saman við Oreo mylsnuna, þjappið saman í formið. Gott er að nota eitthvað slétt áhald til þess að hjálpa til við að slétta yfirborðið. Setjið inn í kæli á meðan þið græjið afganginn.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Setjið hnetusmjörið saman við þegar súkkulaðið er alveg að verða bráðið.
Setjið rice krispies í skál og hellið súkkulaðiblöndunni yfir. Hrærið vel saman. Takið formið úr kælinum og setjið rice krispies blöndunni yfir og sléttið yfirborðið. Setjið aftur í kæli
Kælið í að minnsta kosti 60 mín. Skerið í bita þegar blandan er stíf í gegn.
Uppskrift frá Völlu á GRGS.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að setja bökunarpappír í mót sem er ca. 25x25cm
Setjið Oreo kexið í matvinnsluvél og hakkið í mylsnu.
Bræðið smjörið og blandið saman við Oreo mylsnuna, þjappið saman í formið. Gott er að nota eitthvað slétt áhald til þess að hjálpa til við að slétta yfirborðið. Setjið inn í kæli á meðan þið græjið afganginn.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Setjið hnetusmjörið saman við þegar súkkulaðið er alveg að verða bráðið.
Setjið rice krispies í skál og hellið súkkulaðiblöndunni yfir. Hrærið vel saman. Takið formið úr kælinum og setjið rice krispies blöndunni yfir og sléttið yfirborðið. Setjið aftur í kæli
Kælið í að minnsta kosti 60 mín. Skerið í bita þegar blandan er stíf í gegn.