fbpx

Red velvet smoothie

Þeir sem hafa fylgt mér í einhvern tíma eru sennilega farnir að sjá það hversu hrifin ég er að rauðrófum. Það er eins og líkaminn minn sæki rosalega í rauðrófur og ég elska það. Hér er rauðrófusmoothie sem kemur svo sannarlega á óvart með smá súkkulaðikeim. Engiferið kveður burt allt sem sumir vilja kalla moldarbragð rauðrófusafans og upphefur kakóbragðið. Mæli með að þið prófið …. og hér hefur smoothie-inn verið samþykktur af æðstu gæðaeftirlitsaðilum heimilisins sem eru 7 ára og 3 ára.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 200 ml flaska af rauðrófusafa frá Beutelsbacher
 1,50 dl möndlumjólk
 2 stk bananar
 200 g frosin kirsuber
 1 stk vænn engiferbiti
 2 msk lífrænt kakóduft

Leiðbeiningar

1

Öllum hráefnum komið fyrir í blender og svo bara blanda, dansa og njóta.

Verði ykkur að góðu.


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 200 ml flaska af rauðrófusafa frá Beutelsbacher
 1,50 dl möndlumjólk
 2 stk bananar
 200 g frosin kirsuber
 1 stk vænn engiferbiti
 2 msk lífrænt kakóduft

Leiðbeiningar

1

Öllum hráefnum komið fyrir í blender og svo bara blanda, dansa og njóta.

Verði ykkur að góðu.

Red velvet smoothie

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Bleikur engifer chaga latteBleikur október stendur yfir en bleikur október er herferð þar sem vakin er athygli á brjóstakrabbameini og margir verslunaraðilar leggja…