Unaðslegt Ravioli með sveppum og spínati.
Fljótandi sveppakraftur (30 ml) blandast með ólífuolíunni og sítrónusafanum svo úr verður sveppaolía. Látið þurrkuðu sveppina liggja í bleyti í klukkutíma.
Rjóminn er soðinn niður með sveppunum (eftir að þeir hafa legið í bleyti) ásamt 40 ml af fljótandi sveppakraftinum. Ravioli er soðið ,,al dente” í léttsöltuðu vatni. Sigtið vatnið frá og klárið suðuna í svepparjómanum.
Ravioli og spínatinu er blandað saman, svo skal dreypa sveppaolíunni (sem var gerð fyrst) yfir réttinn áður en hann er borinn fram.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki
10