Rauðvínssósa

  ,   

apríl 9, 2019

Rauðvínssósa sem hentar vel með hátíðarmat.

Hráefni

2 msk Filippo Berio ólífuolía

5 stk skalottlaukur, saxaður

3 stk hvítlauksrif

1 dl sérríedik

5 dl rauðvín

3 dl vatn

3 tsk Oscar nautakraftur

2 msk smjör

Salt og pipar

Leiðbeiningar

1Hitið ólífuolíu í potti, mýkið skalottlaukinn í olíunni og bætið svo hvítlauk og serríediki út í.

2Sjóðið niður um helming.

3Bætið rauðvíni út í og sjóðið aftur niður um helming.

4Bætið vatninu og nautakraftinum saman við og sjóðið niður um helming.

5Pískið smjörinu saman við og smakkið til með salti og pipar.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Falafel vefjur

Þessar falafel vefjur eru einstaklega bragðgóðar og djúsí, ekki skemmir svo fyrir hversu einfalt og fljótlegt það er að smella þeim saman.

Jalapenó ostasmyrja

Ótrúlega gott hvort sem er í hádegismat eða sem léttur kvöldmatur.