Rauðvínssósa

  ,   

apríl 9, 2019

Rauðvínssósa sem hentar vel með hátíðarmat.

Hráefni

2 msk Filippo Berio ólífuolía

5 stk skalottlaukur, saxaður

3 stk hvítlauksrif

1 dl sérríedik

5 dl rauðvín

3 dl vatn

3 tsk Oscar nautakraftur

2 msk smjör

Salt og pipar

Leiðbeiningar

1Hitið ólífuolíu í potti, mýkið skalottlaukinn í olíunni og bætið svo hvítlauk og serríediki út í.

2Sjóðið niður um helming.

3Bætið rauðvíni út í og sjóðið aftur niður um helming.

4Bætið vatninu og nautakraftinum saman við og sjóðið niður um helming.

5Pískið smjörinu saman við og smakkið til með salti og pipar.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Besti hummusinn sem passar með öllu

Það sem gerir hann líka sérlega góðan er sítrónuólífuolían en eftir að ég prófaði að setja hana í stað þessarar hefðbundu mun ég ekki snúa til baka. Þvílík bragðsprengja sem sú olía er.

Gómsætt ostasalat

Hér er að finna klassíska og góða ostasalatið sem margir þekkja með örlitlu öðru sniði. Salatið er fullkomið hvort sem það er á Tuc kexið eða ofan á nýbakað brauð. Algjört sælgæti svo ekki sé meira sagt!

Dúnamjúkt túnfiskasalat með rjómaosti

Túnfisksalat eftir Lindu Ben.