fbpx

Rauðspretta í dásamlegri sósu

Það er fátt betra en ljúffengur fiskréttur og hvað þá þegar hann inniheldur rauðsprettu. Mér finnst rauðspretta svo bragðgóð og er hún í miklu uppáhaldi. Hér kemur réttur sem ég gerði í samstarfi við Innnes en mér finnst hann passa bæði á virkum degi og um helgi. Þessi réttur er svo dásamlega góður og fljótlegur. Rauðspretta í hvítlauksrjómasósu með hvítvíni, sítrónu, kapers og ólífum. Ég nota Organic Liquid fljótandi hvítlauk sem er algjör snilld í matargerð. Það inniheldur lífrænt ræktaðan hvítlauk og hefur langan líftíma eftir opnun sem minnkar matarsóun. Gott að bera réttinn fram með smátt skornum kartöflum með parmigiano reggiano, ferskum aspas og góðu hvítvíni. Mæli mikið með þessum rétti.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Rauðsprettan
 600 g rauðspretta (500 g roðflett. Ég læt roðfletta hana í fiskibúðinni)
 1 stk lítið egg
 1 dl hveiti
 60 g smjör
 ½ dl hvítvín, ég nota Adobe Reserva Chardonnay
 1 msk safi úr sítrónu
 2 msk Organic Liquid hvítlaukur (Fæst í Fjarðarkaupum)
 2 dl rjómi
 1 msk kapers
 15 stk ólífur eftir smekk (má sleppa)
 Fersk steinselja
 salt, pipar og laukduft eftir smekk
Kartöflurnar
 250 g kartöflur
 1 msk ólífuolía
 1 msk Organic Liquid hvítlaukur (Fæst í Fjarðarkaupum)
 ½ dl Parmigiano Reggiano
 salt & pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera kartöflur smátt og blanda saman við ólífuolíu, hvítlaukinn, salt og pipar. Setjið í eldfast form og bakið í ofni við 190°C í 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru bakaðar í gegn. Á meðan kartöflurnar bakast þá er gott að græja fiskinn.

2

Skerið rauðsprettuna í bita. Kryddið bitana og veltið þeim upp úr hveiti. Pískið egg í skál og veltið rauðsprettubitunum upp úr eggi og að lokum aftur upp úr hveiti.

3

Bræðið smjör á pönnu á háum hita og steikið fiskinn upp úr smjörinu í 3-4 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er kominn með gyllta og stökka húð.

4

Bætið ólífum, kapers, hvítvíni, safa úr sítrónu og fljótandi hvítlauknum út í. Leyfið að malla í 1 mínútur og bætið rjómanum út í. Leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur.

5

Blandið parmesan osti saman við kartöflurnar, dreifið steinselju yfir rauðsprettuna og njótið.


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Rauðsprettan
 600 g rauðspretta (500 g roðflett. Ég læt roðfletta hana í fiskibúðinni)
 1 stk lítið egg
 1 dl hveiti
 60 g smjör
 ½ dl hvítvín, ég nota Adobe Reserva Chardonnay
 1 msk safi úr sítrónu
 2 msk Organic Liquid hvítlaukur (Fæst í Fjarðarkaupum)
 2 dl rjómi
 1 msk kapers
 15 stk ólífur eftir smekk (má sleppa)
 Fersk steinselja
 salt, pipar og laukduft eftir smekk
Kartöflurnar
 250 g kartöflur
 1 msk ólífuolía
 1 msk Organic Liquid hvítlaukur (Fæst í Fjarðarkaupum)
 ½ dl Parmigiano Reggiano
 salt & pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera kartöflur smátt og blanda saman við ólífuolíu, hvítlaukinn, salt og pipar. Setjið í eldfast form og bakið í ofni við 190°C í 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru bakaðar í gegn. Á meðan kartöflurnar bakast þá er gott að græja fiskinn.

2

Skerið rauðsprettuna í bita. Kryddið bitana og veltið þeim upp úr hveiti. Pískið egg í skál og veltið rauðsprettubitunum upp úr eggi og að lokum aftur upp úr hveiti.

3

Bræðið smjör á pönnu á háum hita og steikið fiskinn upp úr smjörinu í 3-4 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er kominn með gyllta og stökka húð.

4

Bætið ólífum, kapers, hvítvíni, safa úr sítrónu og fljótandi hvítlauknum út í. Leyfið að malla í 1 mínútur og bætið rjómanum út í. Leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur.

5

Blandið parmesan osti saman við kartöflurnar, dreifið steinselju yfir rauðsprettuna og njótið.

Rauðspretta í dásamlegri sósu

Aðrar spennandi uppskriftir