Rauðrófusmoothie með bláberjum, appelsínum og kanil

Hér er smoothie sem er bæði sætur og súr með dass af hátíðleika. Hann er ríkur af andoxunarefnum, C-vítamíni og fleiri næringarefnum sem efla bæði ónæmiskerfið og blóðið í okkur. Fullkominn fyrir haustbyrjun.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 3 stk appelsínur (afhýddar)
 3 dl frosin vilt lífræn bláber
 1 dl rauðrófusafi frá Beutelsbacher
 1 stk banani
 vænn biti engifer
 dass af kanil

Leiðbeiningar

1

Fjarlægið hýðið af appelsínunum og setjið í góðan blandara ásamt öllu hinu og blandið þar til orðið rennislétt.

Verði ykkur að góðu.


SharePostSave

Hráefni

 3 stk appelsínur (afhýddar)
 3 dl frosin vilt lífræn bláber
 1 dl rauðrófusafi frá Beutelsbacher
 1 stk banani
 vænn biti engifer
 dass af kanil

Leiðbeiningar

1

Fjarlægið hýðið af appelsínunum og setjið í góðan blandara ásamt öllu hinu og blandið þar til orðið rennislétt.

Verði ykkur að góðu.

Notes

Rauðrófusmoothie með bláberjum, appelsínum og kanil

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Súkkulaði- og kirsuberjasmoothiePáskarnir liðnir og allir í súkkulaðikóma… hér er ég með geggjaðan næringarríkan súkkulaðismoothie ef þú þarft smá afvötnun eftir súkkulaðiátið…