Þetta salat er ekki bara ótrúlega gott heldur algjört dúndur hvað varðar næringu. Rauðrófurnar þarf varla að kynna en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eru tíður gestur á miðlinum mínum. Þær eru fullar af næringu, járni og styðja einnig við nýrun og lifrina sem gegna meðal annars því mikilvægi hlutverki að hreinsa kroppinn. Til að trompa þetta salat bætum við útí spíraðri próteinblöndu (spíraðar linsur og mungbaunir) sem er frábær uppspretta af basískum próteinum. Auk þess eru spíraðar linsur og baunir auðmeltanlegar og næringin auðveld í upptöku sem sparar líkamanum orku. Ég myndi segja að þetta salat væri hið fullkomna “post workout” salat… það væri nú skemmtilegt að sjá það verða mainstream að fá sér salat eftir æfingu! Nánar um það afhverju basísk prótein eru góð eftir æfingu í story. Ef þú ert hrædd/ur um að þú finnir moldarbragð af rauðrófunum þá þarftu ekki að hafa áhyggjur, engifer-sesamdressingin og ristuðu sesamfræin sjá um að láta það hverfa. Salatið er fullkomið sem hliðarsalat með hvaða rétti sem er, sem hluti af salati eða skemmtileg viðbót við núðluréttinn…. svo má líka bara borða það eitt og sér eins og ég gerði eftir þessa myndatöku.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Afhýðið rauðrófurnar og rífið niður. Ég nota matvinnsluvél til að rífa þær niður. Komið rifnu rauðrófunum fyrir í skál.
Bætið spírunum útí. *Ath hægt er að kaupa próteinblönduna óspíraða frá Ecospíru, ef maður vill spíra sjálfur heima, sem tekur ca 3 daga, en einnig er hægt að kaupa hana tilbúna spíraða líka frá Ecospíru.
Ristið sesamfræin á þurri pönnu á vægum hita í stutta stund, innan við mínútu eftir að pannan er orðin heit. Bætið sesamfræunum útí skálina.
Útbúið dressinguna með að blanda öllu saman sem í hana fer og hellið síðan yfir rauðrófusalatið og hrærið saman við.
Toppið rauðrófusalatið með kóreander og ristuðum sesamfræum.
Hráefni
Leiðbeiningar
Afhýðið rauðrófurnar og rífið niður. Ég nota matvinnsluvél til að rífa þær niður. Komið rifnu rauðrófunum fyrir í skál.
Bætið spírunum útí. *Ath hægt er að kaupa próteinblönduna óspíraða frá Ecospíru, ef maður vill spíra sjálfur heima, sem tekur ca 3 daga, en einnig er hægt að kaupa hana tilbúna spíraða líka frá Ecospíru.
Ristið sesamfræin á þurri pönnu á vægum hita í stutta stund, innan við mínútu eftir að pannan er orðin heit. Bætið sesamfræunum útí skálina.
Útbúið dressinguna með að blanda öllu saman sem í hana fer og hellið síðan yfir rauðrófusalatið og hrærið saman við.
Toppið rauðrófusalatið með kóreander og ristuðum sesamfræum.