fbpx

Sumarlegur pastaréttur með ólífum og sítrónuolíu

Léttur og sumarlegur pastaréttur fyrir alla fjölskylduna

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 200 gr emmer spirelli skrúfur (Rapunzel)
 300 gr kjúklingur
 2 msk ólífuolía
 ½ stk eggaldin
 ½ stk rauð paprika
 2 stk sellerístönglar
 3 stk hvítlauksgeirar
 1 krukka þistilhjörtu (Rapunzel)
 ½ krukka grænar ólífur (Rapunzel)
 2 tsk paprikukrydd
 4 msk sítónuolía (Rapunzel)
 Smá sjávarsalt

Leiðbeiningar

1

Hitið vatn í potti og fáið upp suðu, bætið 2 msk ólífuolíu ásamt 1 tsk salti. Bætið emmer skrúfum saman við og sjóðið í 8 mínútur, sigtið.

2

Hitið pönnu og skerið kjúklinginn í smáa bita, (má líka nota eldaðan ef þið eigið afgang).

3

Bætið ólífuolíu á pönnuna og steikið kjúklinginn í um það bil 6 mínútur en það fer alveg eftir stærð á bitum (passa að elda kjúklinginn í gegn), kryddið með salti og paprikukryddi. Bætið svo pressuðum hvítlauk út á pönnuna.

4

Skerið grænmetið smátt og bætið á pönnuna og steikið í nokkar mínútur.

5

Bætið sítrónuolíu út á í lokin ásamt salti eftir smekk.


Uppskrift eftir Vigdísi Ylfu Hreinsdóttur.

DeilaTístaVista

Hráefni

 200 gr emmer spirelli skrúfur (Rapunzel)
 300 gr kjúklingur
 2 msk ólífuolía
 ½ stk eggaldin
 ½ stk rauð paprika
 2 stk sellerístönglar
 3 stk hvítlauksgeirar
 1 krukka þistilhjörtu (Rapunzel)
 ½ krukka grænar ólífur (Rapunzel)
 2 tsk paprikukrydd
 4 msk sítónuolía (Rapunzel)
 Smá sjávarsalt

Leiðbeiningar

1

Hitið vatn í potti og fáið upp suðu, bætið 2 msk ólífuolíu ásamt 1 tsk salti. Bætið emmer skrúfum saman við og sjóðið í 8 mínútur, sigtið.

2

Hitið pönnu og skerið kjúklinginn í smáa bita, (má líka nota eldaðan ef þið eigið afgang).

3

Bætið ólífuolíu á pönnuna og steikið kjúklinginn í um það bil 6 mínútur en það fer alveg eftir stærð á bitum (passa að elda kjúklinginn í gegn), kryddið með salti og paprikukryddi. Bætið svo pressuðum hvítlauk út á pönnuna.

4

Skerið grænmetið smátt og bætið á pönnuna og steikið í nokkar mínútur.

5

Bætið sítrónuolíu út á í lokin ásamt salti eftir smekk.

Sumarlegur pastaréttur með ólífum og sítrónuolíu

Aðrar spennandi uppskriftir