Einfalt, girnilegt og bragðgott!

Uppskrift
Hráefni
200 gr emmer spagetti (Rapunzel)
1 flaska maukaðir tómatar 410 gr (Rapunzel)
2 tsk tómatpúrra (22%) (Rapunzel)
3 stk hvítlauksgeirar
1 stk grænmetiskraftur (Rapunzel)
250 gr kirsuberjatómatar
1 stk grænn kúrbítur
100 gr grænkál
1 msk ósaltað smjör
3 msk fersk basilíka
Salt
Leiðbeiningar
1
Hitið vatn í potti og fáið suðuna upp, bætið ólífuolíu og ½ tsk salti útí. Bætið spagettí útí og látið sjóða í 8 mínútur, sigtið.
2
Setjið tómatmauk og tómatpaste í pott ásamt grænmetiskrafti og pressuðum hvítlauk, látið malla í 8 mínútur og hellið yfir spagettíið.
3
Skerið grænan kúrbít og kirsuberjatómata og saxið grænkálið.
4
Hitið pönnu með ólífuolíu og steikið grænmetið í nokkrar mínútur upp úr smjöri. Best er að byrja að steikja kúrbítinn, bæta svo grænkálinu út í og enda +a tómötunum.
5
Blandið öllu saman og bætið saxaðri basilíku saman við.
Uppskrift eftir Vigdísi Ylfu Hreinsdóttur.
Hráefni
200 gr emmer spagetti (Rapunzel)
1 flaska maukaðir tómatar 410 gr (Rapunzel)
2 tsk tómatpúrra (22%) (Rapunzel)
3 stk hvítlauksgeirar
1 stk grænmetiskraftur (Rapunzel)
250 gr kirsuberjatómatar
1 stk grænn kúrbítur
100 gr grænkál
1 msk ósaltað smjör
3 msk fersk basilíka
Salt